Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 27

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 27
V o R I Ð Sveinn fuglavinur segir tröllasögu (Persónur: Mamma, Stóri bróðir, Lalli, Palli, Sveinn). LALLI: Sagðist þú kunna trölla- sögu? SVEINN: Jahá. Það sagði ég. LALLI: Hvar hefurðu lært hana? SVEINN: Á Akureyri, auðvitað. — Kennslukonan sagði okkur hana. LALLI: Jæja, segðu okkur hana þá. Ég er alveg vitlaus í trölla- sögur. pALLI: O’ Palli lita. ST. BRÓÐIR (færir sig næij: Má ég hlusta líka kannske? PALLI: Má Palli lita tansti? SVEINN: Þú, litli anginn! Seztu þá öérna í kjöltu mín. Svo skal ég vera mamma. PÁLLI: Ne-ei, Palli sita baja há ®ömmu. SVEINN: Jú-ú — bara svona einu sinni. pALLl: Ne-ei. (Hrópar): M'ammal Mamma! Tondu mamma! MAMMA: Hvað gengur á — aftur. PALLI: Mamma sita á stólinn, dona. MAMMA: Getur Sveinn ekki sagt sögu, nema ég sitji á stólnum? PALLI: Ne-ei, dá hefu Palli engin fang a’ sita í. MAMMA (sezt): Á-á, var það svo- leiðis. Jæja þá. SVEINN: Já, sjáið þið nú til; við vorum einu sinni að tala um sög- ur í skólanum. Fyrst sagði kennslukonan okkur eina. Svo sögðu nokkur börnin sögur. Einn drengurinn hafði verið á Suðurlandi um sumarið. LALLI: Hvar er það nú eiginlega? ST. BRÓÐIR (spekingslega): Suð- urland er syðsti fjórðiparturinn af íslandi, reyndar miklu stærri en hinir fjórðupartarnir. MAMMA: Það var skrítið. Eru ekki allir fjórðupartarnir jafn- stórir? ST. BRÓÐIR (vandræðal.); Jafn-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.