Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 29

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 29
V O R 1 Ð 123 sinn, skar gat á pokann og skreið út. Svo lét hann steina í pokann í staðinn, svo að hann varð álíka þungur. PALLI: Fí derr’ann ha? LALLI: Jú, sjáðu til, — ef skessan hefði vaknað og fundið, að pok- inn var orðinn léttur, hefði hún skilið, að strákurinn væri slopp- inn. Og þá hefði hún elt hann uppi aftur. SVEIN.N: Já, alveg rétt. — En hann batt fyrir gatið og hljóp svo sem lætur toguðu heimleiðis. Þegar kerling vaknaði, slengdi hún pokanum á bak sér og skálmaði al' stað. En steinarnir lömdust um bakið á henni, svo að hún grenjaði upp. (Hermir eftir henni með ógurlegri röddu): ,,yE! æ! æ! Hættu að sparka svona, strákur! Annars et ég þig upp til agna með það sama.“ ST. BRÓÐIR: Það hefði sannar- lega verið gaman að sjá hana bíta í steinana! SVEINN: Já, jrað hefði verið gam- an. Þegar hún kom heirn undir helli sinn í Heklu-fjalli. konm öll skessubörnin á móti henni, skræktu og hvinu og hoppuðu í kringum hana (skrækir og hvæs- ir): ,,Ég vil fá mat, móa. Ég vil fá mat. Ég fyrst. Nei, ég allra fyrst!“ (Hermir eftir skessunni): „Þegið þið, krakkar! Ég verð að sjóða hann fyrst. Þið fáið í magann ef þið étið hann hráan!“ (Eðlileg rödd): Syo slengdi hún pokanum í pottinn og bætti duglega í eld- inn. Innan skamms byrjuðu börnin á ný (leikur): „Fæ ég ekki mat. mamma? Ég vil strax fá mat!“ (Hermir eftir skessunni): „Þey, jrey, krakkar, nú skal ég prófa, hvort hann er ekki soð- inn.“ (Eðlileg rödd): Hún tók svo gal'fal, stóran eins og heykvísl, og stakk ofan í pottinn. En galfall- inn lenti á steinunum og brotn- aði. Þá varð kella reið, kastaði skaftinu frá sér, en jrað lenti þá á minnsta skessukrakkanum og hann byrjaði að grenja. Þá tóku hinir undir, unz öll skessubörnin stóðu organdi. Það varð óskap- legur hávaði og óhljóð. En þá varð skessan enn reiðari. (Leikur skessuna): „Þegiði — segi ég! Þá skuluð jiið fá mat, því að nú tek ég hann upp úr, hvort sem hann er hrár eða soðinn." (Eðlileg rödd): Svo dró hún upp pokann, leysti frá honum og l’ékk börnun- um sinn steininn hverju. Og sjálf tók hún jrann allra stærsta. Oll skessubörnin bitu nú í af mikilli græðgi. En steinarnir höfðu ekk- ert mýkst við suðuna. Nei — alls ekkert. Og þegar skessan beit í sinn af öllum kröftum, braut hún úr sér einu tönnina, sem hún hafði átt eftir. Þá varð hún ofsareið, kastaði frá sér steinin- um, að eldstónni, en hann lenti í pottinn og braut hann í þúsund mola. En þegar skessubörnin sáu móu gömlu kasta sínum mat,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.