Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 21

Vorið - 01.12.1945, Blaðsíða 21
V O R I Ð '115 höll sinni. En loksins clatt honum ráð í hug. Hann sótti dýrmætasta og luein- asta gullið, sem hann átti til í fjár- hirzlu sinni. Því næst sendi hann boð eftir munki einum, sem talinn var mestur listamaður í ríki hans, fékk honum gullið og skipaði hon- mn að gjöra úr því forkunnarvand- aðan róðukross. Munkurinn vann nú bæði nótt og dag í klefa sínum. Hann var Jieilagur maður. sem ekki vann vegna launanna, heldur til að þjóna guði, og hann lagði alla sína sál inn • þetta verk. Loksins var róðukross- inn tilbúinn ásamt Kristslíkaninu og dúfu friðarins með olíuviðar- greinina. En alla þá stund, er hann hal'ði unnið að þessu listaverki, Iiafði hann beðið til guðs, og í þeim bænum hafði ltann alltaf hugsað nieð samúð og kærleika til hins harðhjartaða manns, sem átti að fá þetta listaverk í hendur. En þegar ntyndin var fullbúin, sendi keisar- nrn menn sína á fund ræningjans, til þess að færa honum þessa dýr- niætu gjöf. Loksins komust Jreir alla leið til herbúða hans. Hann stóð þar mitt á meðal manna sinna eins og ægilegt rándýæ og spurði sendi- niennina, hvert væri erindi þeirra. Einn úr hópi sendimannanna gekk þá frarn og færði ræningjan- um hina heilögu mynd og mælti: „Keisari vor sendir þér þessa gjöf sem merki þess, að hjarta hans er fullt af kærleika til þín.“ Ræninginn hélt á hinu dýrmæta listaverki í hendi sinni litla stund og starði á það undrandi augum. „Gjöf til mín!" mælti liann. „Til mín!“ Og sendimaðurinn varð að end- urtaka orðsendingu sína þrisvar sinnum, áður en ræninginn tryði sínum eigin eyrum. En þá brá liann festinni, senr var áföst við kross- markið, um liáls sér og nú hékk krossmark hinna þúsund bæna á brjósti hans. Og þér bænir reynd- ust áhrifaríkar, því að upp frá þess- unr degi fór að verða mikil breyting á ræningjanum. Hann liafði nú enga ánægju af ýnrsu því, sem áður hafði glatt hjarta hans. Það var eins og einhver undrakraftur streymdi út frá krossmarkinu á brjósti hans, kraftur, senr snrátt og snrátt náði valdi á sál lrans. Hann gat setið þegjandi tímunum sanran og sökkt sér niður í að skoða hið lreilaga krossnrark. En það var ekki ljómi gullsins, sem veitti lronum þennan innri frið, það var hin lreilaga sál nrunksins, senr bjó í hverri línu og hverjum drætti listaverksins. Og loks vaknaði hann til fulls af hinunr vonda draunri lífs síns. Nýjar hugs- anir og tilfinriingar stigu upp í sál hans, og í ljósi þeirra sá hann allt sitt blóðuga og óguðlega líf, og nú fylltist lrann taknrarkalausri iðrun. Öll lrans illvirki stóðu nú fyrir hug- skotsaugum hans og störðu á hann. Loks þoldi hann ekki lengur við í hinu gamla ræningjabæli sínu.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.