Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 13
VORIÐ 9 BINDINDISFÉLAGIÐ NýgVœðÍtlgUr Bindindisfélagið ,,Nýgræðingur“ var stofnað 14. maí 1938 og er því rösklega 10 ára að aldri. Tilgangur þess er í þrem aðalatriðum: 1. Að efla áhuga fyrir algjörðu bindindi áfengis og tóbaks. 2. Að vekja ábuga fyrir trjárækt. 3. Að gangast fyrir útilífi og fjall- göngum. Félagar geta orðið börn frá 7 ára aldri, og allir þeir er vinna heit þess að neyta hvorki áfengis né tóbaks. Stjórn félagsins skipa 3 fullorðn- ir menn. Aðalfundur hefur verið lialdinn á sumardaginn fyrsta ár hvert. Á hverju vori hefur verið unnið að trjárækt einn eða fleiri daga 2—5 klst. í senn. í fyrstu var byrjað á að gróður- setja trjáplöntur í garði, sem for- maður félagsins hafði undirbúið og hlaðið skjólgarð í kring. Voru plönturnar merktar hverjum félaga, og þeim heimilt að flytja þær heim til sín, þegar þeir hefðu tök á. Var nokkuð gjört að þessum flutningi fyrstu árin. Árið 1944 eignaðist félagið kr. 2000 að gjöf frá hr. Einari Sigurðs- syni trésmíðameistara á Fáskrúðs- firði. Fyrir þá upphæð keypti félag- ið land að stærð 8000 ferm. og girti það. Land þetta er rétt fyrir utan Kirkjubólsþorp og í allgóðu skjóli frá náttúrunnar hendi. Þangað voru plönturnar fluttar er eftir stóðu í litla reitnum. Voru þær 200. En nú er búið að gróðursetja alls um 600 trjáplöntur og eru þær hæstu rösklega 2 m. á hæð. Hefur verið lögð áherzla á að mynda með skjólbelti. ,,Ert þú tröll-karl?“ spurði Sólrún litla, þegar karlinn kom til hennar. „Ja-há,“ sagði tröll-karlinn. ,,Nú var ég heppinn, ég he£ einmitt verið að leita að krakka í allan dag. Og nú skalt þú koma með mér í hellinn minn og sópa stóra gólfið mitt og sækja vatn í stóru tunnuna mína.“ Svo tók tröll-karlinn í höndina á henni og leiddi hana a£ Stað. (Tramhald).

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.