Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 10
6, VORIÐ Einu sinni fór Sólrún litla út úr garðinum. Hana langaði til að sjá, hvað væri fyrir utan. Hún gekk lengi, lengi, þá sá hún mikið af fallegum blóm- um og berjum, og nú fór hún að tína og tína. Hún gleymcli alveg tímanum og fór alltaf lengra og lengra. Þegar hún var orðin þreytt, settist hún niður í grasið, en þá sá hún, að nú mundi hún ekki rata heim aftur og fór að gráta. Svo sofnaði hún, af því að hún var svo ósköp þreytt. Hana dreymdi um litlu fuglana, fallegu blómin og stóru trén heima í garðinum. Svo dreymdi hana líka fallega, litla engla, sem léku sér við hana og gættu hennar.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.