Vorið - 01.03.1949, Page 10

Vorið - 01.03.1949, Page 10
6, VORIÐ Einu sinni fór Sólrún litla út úr garðinum. Hana langaði til að sjá, hvað væri fyrir utan. Hún gekk lengi, lengi, þá sá hún mikið af fallegum blóm- um og berjum, og nú fór hún að tína og tína. Hún gleymcli alveg tímanum og fór alltaf lengra og lengra. Þegar hún var orðin þreytt, settist hún niður í grasið, en þá sá hún, að nú mundi hún ekki rata heim aftur og fór að gráta. Svo sofnaði hún, af því að hún var svo ósköp þreytt. Hana dreymdi um litlu fuglana, fallegu blómin og stóru trén heima í garðinum. Svo dreymdi hana líka fallega, litla engla, sem léku sér við hana og gættu hennar.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.