Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 12
VORIÐ 8 Veslings litla Sólrún varð vot og svöng, og alltaf villtist hún lengra og lengra upp í fjöllin. Þegar hún var búin að ganga lengi, lengi, kom' hún loks að stórum klettum. Þar var skjól. Sólrún litla settist niður til að hvíla sig. Þegar hún var búin að hvíla sig dálitla stund, heyrði hún að einhver var að koma. Hún flýtti sér að standa upp, því að nú hélt hún, að pabbi væri að koma til að sækja litlu stúikuna sína. En ákaflega varð hún hrædd, þegar hún sá, að þetta var voða ljótur og stór karl, sem kom þrammandi, fram með klettunum. En hún var dugleg stúlka, sem vildi ekki láta þennan ljóta karl sjá, að hún væri hrædd við hann.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.