Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 29

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 29
VORIÐ 25 Barnabækur Aldrei hefur víst verið gefið út eins ntikið at' barnabókum hér í landi eins og á síðastliðnu ári. Eitt af dagblöðum Reykjavíkur birti lista yiir 60 nýjar barnabækur, sem hægt var að velja unr fyrir jólin, og munu þó ekki öll kurl lrafa komið þar til grafar. Af þessum 60 bókum voru 40 þýddar en 20 frumsamdar. Er það gleðilegt, að íslenzkum barnabókum er að fjölga. Hér verður skýrt frá fáeinum barnabókum frá síðastliðnu ári. Sögurnar lians afa eftir Hannes J. Magnússon, skólastjóra, hafa sömu góðu einkennin og hinar fyrri bækur þessa lröfundar. I bókinni eru tíu sögur, sem afi segir barna- börnum sínunr. En þau eru hjá afa og önnnu um veturinn í sveitinni, af því að lrús foreldra þeirra brann unr sumarið. Og þar una þau hag sínunr vel. Þau læra einnig margt. Drengirnir hjálpa afa við skepnurn- ar, og stúlkurnar læra ýmislegt hjá önrmu sinni. Og þó eru sögurnar hans afa þungamiðja bókarinnar. Þessar sögur eru að efni til ólíkar. Elestar eru þær sagðar í ævintýra- stíl. Þó gengur einrr rauður þráður gegnum þær allar. Þær tala til göf- ugustu þáttanna í sálarlifi hvers barns. Þær benda allar á það fagra og góða í lífinu, og sá þeinr fræjunr

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.