Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 40

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 40
36 V O R I Ð Úr heimi harnanna HESTALEIT. Það var einn heitan sumardag í sumar, að ég var sendur eftir hest- unum hans pabba sem oftar. Ég fór af stað strax eitthvað upp í fjall. Það var hundur með mér, er Kári hét. Þegar ég er kominn nokkuð langt upp í fjall, sá ég marga hesta upp á hjalla, sem er kallaður Bratti-hjalli. Það er rúmur hálftíma gangur þangað upp. Það er brött brekka, sem upp þarf. Sólarhitinn var svo mikill, að ég varð sveittur og lengi upp, svo voru það líka berin, sem töfðu mig, það er svo mikið af blá- berjum og krækiberjum. Það er gaman að koma upp á Bratta-hjalla, þegar bjart veður er. Það er svo margt að sjá, svo sem Skrúðinn og Hvalbakinn, sem liggur nokkuð langt út í hafi, og Andeyna og Æð- arskerið. Svo sá ég hestana nokkuð frá mér, og rauða hryssu með ljós- rautt folald og þrjá aðra hesta ásamt hestunum, sem ég átti að sækja, þeir liétu Neisti og Mósi. Ég reyndi að læðast að folaldinu og ná því, en það var árangurslaust. Þegar ég var að koma að því, þá stökk það af stað. Svo fór ég að ná hestunum. Ég náði Neista strax, en Mósi var svolítið hrekkjóttur stundum, en eftir dálítinn eltingarleik, náði ég honum. Ég fór nú á bak á Neista, en hafði Mósa í taumi og Kári röltir á undan. Ég sé að Kári er farinn að lilaupa á undan, svo staðnæmist hann allt í einu hjá lítilli mosaþúfu. Ég sé, að hann er voða vígalegur að sjá, sperrir eyrun fram og dinglar rófunni. Ég fór nú að athuga, hvort nokkuð væri þarna að sjá. Jú, þarna var svolítill mýrisnípuungi, sem

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.