Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 17

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 17
VORIÐ 13 BIRGIR (kemur inn): Hver var , það, — mamma? MAMMA: Það var ungfrú Ekberg. Hún var að segja mér, að pabbi Óla væri dáinn, og að rnamrna hans lægi í sjúkraliúsinu. BIRGIR: Veslings Óli. Hann er bezti vinur minn í skólanum. MAMMA: Ungfrúin sagði. að Óla væri svo nauðsynlegt að fá að komast í sumardvölina í barna- heimilinu. BIRGIR: Já, þetta hef ég alltaf sagt við ungfrúna, en hún hefur alltaf svarað, að Óli væri einka- barn, pabbi hans hefði svo góða atvinnu og ætti sjálfur sumarbú- stað. MAMMA: En nú á hann engan föður lengur og mamma hans er veik. BIRGIR (ákaiur): Sagði ungfrúin þá, að Óli ætti nú að fara með til Sílaeyjar? MAMMA: Hún sagði, að það væri engin leið til þess vegna þrengsla, nema einhver drengjanna vildi vera heima helming tímans — og Óli fengi þá að vera í hans stað hálft sumarið. BIRGIR: Þá gæti Sturla verið heima, hann er búinn að vera á Sílaeyju tvö sumur. RUT: Ó — Birgir, — hvernig get- urðu talað svona. Sturla, sem er svo fölur og magur. Pabbi hans dó á hælinu. Og mamma hans þarf að vinna fyrir sex börnum. MAMMA: Veiztu ekki um neinn annan, Birgir minn, sem gæti ver- ið eftir heima. BIRGIR: Ég veit nú hvern þú meinar, mamma. En ég get það ekki! (Sezt við borðið og hylur andlitið í höndum sér). MAMMA: Gerðu nú eins og þér sýnist, Birgir. Ég skal ekki neyða þig. En hamingjumestur er nú vegur sjálfsafneitunarinnar. — Ungfrú Ekberg þarf að fá svar eftir eina klukkustund. (Fer út). RUT: 0, Birgir! En hvað þetta er leiðinlegt. Og við sem ætluðum að skemmta okkur svo vel samanl BIRGIR: Er þá enginn annar, sem getur orðið eftir heima? RUT: Nei, allir hinir þarfnast þessa engu síður en þú, og það er engu léttara fyrir þá að neita sér um það. BIRGIR: Hvað á ég að gera, Rut? RUT: Manstu eftir kvæðinu um Martein helga, sem skipti kyrtli sínum í tvennt milli sín og fátæka beiningamannsins? BIRGIR: Já — i kvæðurn skeður alltaf eitthvað svona fagurt. RUT: Það er skylda okkar að reyna að breyta jafnvel í lífinu sjálfu. BIRGIR (situr hljóður um stund. Stendur síðan upp og segir hátíð- lega): Ég skal skipta kyrtlinum í tvo hluta. RUT: Ágætt, Birgir! BIRGIR (gengur til símans og hringir): Má ég biðja um 36.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.