Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 31

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 31
V O R I Ð 27 eðlilegra en að skólarnir hlynni að þessum dýrmæta arfi? Ég vil tjá Kára þökk fyrir bók- ina og það brautryðjendastarf, sem hann er hér að vinna. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar gaf bókina út og er hún vönduð að frágangi. Björt eru bernskuárin eftir Stefán Jónsson kennara eru átta smásögur. Sögur þessar hafa öll einkenni bezta skáldskapar. Allar eru lýsing- arnar eðlilegar og látlausar. Einna hugstæðust er mér þó sagan af Litla Brún og Bjössa, enda heyrði ég höf- undinn sjálfan flytja liana í útvarp. Þar er lýst af nærfærni og skilningi sambandi drengsins og folans. í fyrra flutti Stefán söguna af honum Hjalta litla í útvarp og hlaut miklar vinsældir fyrir þá sögu svo sem verðugt var. Annars er það undarlegt, hve lítið af íslenzkum barnasögum er flutt í barnatímum útvarpsins. Með þessum tveimur síðustu bókunr sínum er Stefán kominn í röð fremstu barnabókahöfunda, ekki aðeins hér á landi, heldur þó að víðar sé farið. Bókin er prýdd ágætum myndum eftir Halldór Pét- ursson og gefin út af ísafoldarprent- smiðju. Kári litli í sveit eftir Stefán Júli- usson, yfirkennara, er þriðja Kára- bókin. Kárabækur Stefáns hafa ver- ið nrjög vinsælar og mikið notaðar við lestrarkennslu barna. Þessi bók er þeirra stærst og veigamest, fjöl- breytt og skemmtileg. í henni er lýst ýmsum atvikum, sem koma fyr-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.