Vorið - 01.03.1949, Page 12

Vorið - 01.03.1949, Page 12
VORIÐ 8 Veslings litla Sólrún varð vot og svöng, og alltaf villtist hún lengra og lengra upp í fjöllin. Þegar hún var búin að ganga lengi, lengi, kom' hún loks að stórum klettum. Þar var skjól. Sólrún litla settist niður til að hvíla sig. Þegar hún var búin að hvíla sig dálitla stund, heyrði hún að einhver var að koma. Hún flýtti sér að standa upp, því að nú hélt hún, að pabbi væri að koma til að sækja litlu stúikuna sína. En ákaflega varð hún hrædd, þegar hún sá, að þetta var voða ljótur og stór karl, sem kom þrammandi, fram með klettunum. En hún var dugleg stúlka, sem vildi ekki láta þennan ljóta karl sjá, að hún væri hrædd við hann.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.