Vorið - 01.06.1956, Side 3

Vorið - 01.06.1956, Side 3
APRÍL-JÚNÍ 1956 2. HEFTI VORIÐ 22. ÁRGANGUR Ljósmyn aveim Ii Tómas vaknaði, reis upp, en lagðist svo vonsvikinn út af aftur. úetta liafði þá aðeins verið draum- ur. Hann hafði gengið inn í fína húð, lagt peninga á borðið og sagt: ,,Ég ætla að fá ljósmyndavélina, sem er í glugganum og 3 filmur. Ég er að fara í útilegu.“ Auðvitað hefði hann ekki þurft að segja frá, að ihann væri að fara í útilegu, en liann sagði það samt — í draumnum. Það var líklega af því, að hann hlakkaði til að sofa í tjaldi. Eftir viku byrjaði leyfið í skólan- um. Eftir viku færi hann í útilegu með Árna og Jóni. Þeir ætluðu að liafa með sér tjald, og höfðu ákveð- ið að reyna að komast yfir ljós- myndavél. Þeir urðu að fá myndir til minningar um ferðina. En þeir fáu drengir í bekknum jreirra, sem áttu myndavél, þurftu að nota hana sjálfir. Og við því var ekkert að gera. Á leiðinni í skólann var hann alltaf að hugsa um ferðina, og þeg- ar hann hugsaði um ferðina, snerist hugurinn alltaf um myndavélina. Það væri gaman að koma heim með mikið af myndum, og lofa félögum jjeirra að sjá myndir úr leyfinu. Það var gremjulegt, að pabbi hans skyldi þurfa að selja ljósmyndavél- ina. Nú, það var víst af því, að hann vantaði peninga. Allt snerist um Jressa peninga. Tómas var drjúgur með sig. Fyrst hann fékk að fara í útilegu, þá henti það til, að nú væri hann að verða stór. — ,,Tómas er stór og hraustur," sagði pabbi hans, „hann bjargar sér.“ Mamma hans var kvíðafyllri, en fyrst pabbi sagði þetta, hlaut allt að vera í lagi. Hann staðnæmdist skyndilega, og tók eftir einhverju gljáandi, sem lá á gangstéttinni. Hann beygði sig og tók það upp. Það var lítið kven-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.