Vorið - 01.06.1956, Side 4

Vorið - 01.06.1956, Side 4
42 V O RIÐ armbandsúr, það minnsta, sem hann hafði séð. Úrið stóð. Hann dró það upp og bar það upp að eyranu og hlustaði, tikk, takk, sagði það. Þá var ekkert að því. Hann stakk úrinu í buxnavasann og hugs- aði með sér: Þetta er verðmætt úr. Og svo leiftraði gegnum hugann: Ef hann seldi úrið, gat hann keypt myndavél og margar filmur. Ef til vill gæti hann líka fengið vasapen- inga að auki. Enginn þurfti að vita neitt um þetta, ekki einu sinni Árni og Jón. En hvað átti hann að segja heima? Hvorki pabbi hans né mamma myndu trúa því, að hann hefði keypt myndavélina fyrir spariskildinga sína. Hann hafði safnað til útilegunnar síðan frá því um jól, og vantaði þó eitthvað enn- þá, ef hann ætti að vera í hálfan mánuð. Afganginn myndi hann fá hjá föður sínum. Á horninu hægði hann á sér, hann varð að líta eftir úrinu. Þetta var vandað úr. Hann leitaði eftir silfurstimpli á því. Og sem betur fór, var hann þar. Hann Ieit ofurlítið flóttalega í kringum sig, en enginn var sjáanlegur. Þá stakk hann úrinu varlega í vasann aftur. Hann hélt áfram og talaði við sjálfan sig í hálfum hljóðum. Átti hann að gera það — eða ekki? Hann vissi vel, að fundna hluti átti að afhenda lögreglunni eða eigand- anum. Ef menn tækju eða seldu fundinn hlut, var það sama og þjófnaður. En ef hann seldi úrið og keypti myndavél, gæti það verið hans eigið leyndarmál. Enginn mundi hrópa: Þarna fer þjófurinn! Honum fannst alls ekki, að það, sem hann ef til vill gerði, gæti talizt þjófnaður. Honum mundi aldrei koma til hugar að stela úri frá úr- smið. Hvers vegna týndi konan úr- inu einmitt á leið hans? Hvers vegna fann hann, sem vantaði myndavél, úrið? Var einhver til- gangur með því? — Það var margt gott milli himins og jarðar, sagði mamma hans oft. Hann var ekki viss um, hva,ð hún átti við, en skýr- ing þess gat verið sú, að dularfull máttarvöld gætu gert ýmislegt gott eða vont fyrir mennina. Þessi mátt- arvöld höfðu ef til vill viljað vera honum hliðholl á leiðinni í skól- ann. Og þau hafa eflaust vitað, að það bezta, sem þau gátu gjört fyrir hann, var að láta hann finna ein- hvern verðmætan hlut, sem hægt væri að koma í peninga, svo að hann gæti keypt myndavél. En hvers vegna höfðu þessi máttarvöld ekki lagt peningana á vegbrivnina eða bara ljósmyndavél? Það mundi ekki verða auðvelt fyrir hann að selja úrið. Jæja, þetta ætti þó að geta gengið. Fornsalar kevptu þó að minnsta kosti allt. Til þess að komast hjá grunsemdum gæti hann saet, að hann vildi skipta á úrinu og myndavél. Þegar hann kæmi heim aftur, gæti hann sagt, að myndirnar væru

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.