Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 6

Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 6
44 V O RIÐ Sigriður J. Hannesdóttir: Til Danmerkur í sumarleyfinu (Niðurlag.) Tvær bílferðir um Norður- og Mið-Sjáland. Norður-Sjáland er eitthvert feg- ursta hérað landsins. Þar skiptast á fagrir skógar, stöðuvötn, hallir, borgir og baðstaðir. Við ókum fyrst í norðvestur frá Kaupmannahöfn og komum brátt að borginni Hilleröd. Hún hefur byggzt kringum hina fornu og glæsilegu konungshöll, Friðriksborg. Áður fyrr dvöldu dönsku konungarnir að mestu í þessari höll. Kristján konungur IV. reisti hana á sínum tíma, en síðar kolli til þeirra. Hann spurði með augunum ,'hvort nokkuð nýtt hefði gerzt. Árni hristi höfuðið. Tómas leit niður fyrir sig. „Opnaðu bókina á blaðsíðu 33, Jón,“ sagði kennarinn. Nú vissi Tómas ,hvað hann ætl- aði að gera. Hann hallaði sér var- lega að Árna og sagði: „Við getum komist af án mynda- vélar.“ „En þú sagðir að þú. .. .“ „Hljótt!“ heyrðist frá kennaran- um. (E. S. þýddi). brann mestur hluti hennar. Var hún þá endurreist í sama stíl og áð- ur og er nú notuð sem stórkostlegt safn. Þar em m. a. málverk af fræg- um körlum og konum, einnig mik- ið safn af húsgögnum og borðbún- aði frá ýmsum öldum. Fegursti hluti hallarinnar er hin tilkomu- mikla kirkja. Við héldum svo ferðinni áfrarn eftir að hafa skoðað höllina og ók- um til hinnar lágvöxnu en fögru hallar, Friðarborg. Hún stendur nokkrum kílómetrum norðaustan við Hilleröd og er ein af sumarhöll- um konungsfjölskyldunnar. Við skoðuðum hana aðeins að utan og garðinn umhverfis. Eftir skamma viðdvöl héldum við enn áfram í norðaustur til borgarinnar Helsingjaeyrar. Hún stendur þar, sem Eyrarsund er mjóst, og eru 'ferðir með ferju oft á dag yfir til Helsingjaborgar í Sví- þjóð. Á Helsingjaeyri er mjög fræg bygging, Krónborgarkastali. Hann er virkiskastali og átti á sínum tíma að gæta þess, að ekkert skip færi í gegnum sundið án þess að greiða toll. Hann er umkringdur víggörðum og skurðum.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.