Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 8

Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 8
46 VORli) bendir byssunni ýmist beint upp í loftið, fram, eða niður. Það var skoplegt að sjá þessar aðfarir og fórum við að skellihlæja og hætt- um ekki fyrr en hann var farinn að hlæja líka. Það er í Krónborg, sem Shake- speare lætur hið fræga leikrit sitt, ,,Hamlet“, gerast. Lengra fórum við ekki þennan daginn, en snerum aftur til Kaup- mannahafnar. Næsta dag lögðum við af stað í bíl vestur á bóginn frá Kaup- mannahöfn til Hróarskeldu. Dóm- kirkjan í Hróarskeldu er löngu fræg orðin. Hún er mjög stór og með mörgum turnum. í kirkjunni eru margar grafhvelfingar og í þeim hvíla Danakonungar síðustu 500 ára. Frá Hróarskeldu var haldið í norður til Nyböbing. Þar var okk- ur gefinn matur í barnaheimili, og fórum við svo á baðstað á eftir. En því miður var ekkert sólskin, og var það víst eini dagurinn í dvöl okkar í Danmörk, sem hún lét ekki sjá sig. í stað þess komu þrumur og eldingar og óskapleg rigning á eft- ir. Danirnir sögðu þetta vera einu vætuna, sem þeir hefðu fengið það sem af var sumrinu. í þessari ferð komum við einnig á annað barnaheimili, Höve. Þar dvelja börn frá Kaupmannahöfn, sem hafa verið veik, og eru þarna sér til hressingar. Lengra var svo ekiki farið, og snerum við aftur til Kaupmanna- hafnar. Einn dagur í Svíþjóð. Einn morguninn tókum við okk- ur far með ferjunni frá Kaup- mannahöfn yfir til Málmeyjar í Svíþjóð. Þar er aftur á móti vinstri- liandar akstur, og gerði það okkur illt verra, þar sem við vorum nokk- uð vön að víkja til hægri, en það gekk samt allt. saman slysalaust. í Málmey tókum við okkur lest og ókum til Lundar. Þar er gömul og fræg dómkirkja í rómönskum stíl, sem Knútur helgi lét reisa. Árið 1103 var þar settur erki- biskpsstóll og er kirkjan elzta erki- biskupskirkjan á Norðurlöndum, einnig var hún höfuðkirkja Dana á miðöldum. Þar var Jón biskup Ög- mundsson vígður ásarnt nokkrum öðrum íslenzkum biskupum. Á 17. öld var reistur í Lundi há- skóli, löngu frægur. Við skoðuðum dómkirkjuna. í henni er til dæmis mjög merkileg klukka, sem mælir fyrst og fremst klukkustundir, en einnig daga, vik- ur, mánuði, tunglstöður o. m. fl- Klukkan tólf spilar hún mjög fag- urt sálmalag, en þvl miður komum við nokkrum mínútum of seint. til að geta hlustað á það. Lundur er lítill bær, en fagur. Hins vegar er Málmey stór borg.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.