Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 12

Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 12
50 V O RiÐ Lofaðu mér að tala við hann litla stund.“ Og Tryggur fékk að koma inn í sjúkrastofuna. Hann horfði með kvíðafullum og spyrjandi augum á Jim. En Jim sagði: ,;Þú skalt bara bíða, Tryggur. Ég skal áreiðanlega koma heim til þín aftur. Og næsta skipti tek ég þig með mér.“ í fjölskyldu okkar er lífið tekið eins og það kemur fyrir. Við Jim höfðum fengið að vera bræður í 50 ár. Og jafnvel þótt ég ætti nú að missa hann, var það ekki of mikil fórn fyrir öll þau ár, sem við höfð- um fengið að lifa saman. í fyrstu voru börnin óhuggandi, því að J im hafði verið bezti föður- bróðir í heimi. En börn gleyma fljótt. En Tryggur? Jú, Jim hafði þó sagt: „Bíð þú bara hérna, Trygg- ur.“ Og hann beið öruggur. Jim hafði að vísu verið miklu lengur að heiman en hann var vanur. En hann sveik aldrei það, sem hann hafði lofað. Auk þess hafði Trygg- ur fengið leyfi til að hafa inniskóna hans hjá sér í króknum í eldhúsinu. Það liðu fimm ár. Eitt kvöld sat ég og konan mín í dagstofunni og við lásum sitt í hvoru lagi. Allt var hljótt í húsinu. En allt í einu tók Tryggur gamli, sem lá hjá stól konu minnar, að dingla skottinu í ákafa. — Dunk-dunk-dunk — heyrð- ist í gólfinu þegar skottið féll á það til skiptis. Eins og kunnugt er, heyra hund- ar hljóð, sem við mennirnir getum ekki greint. Við hlustuðum, en gátum ekkert heyrt. Það heyrðist ekkert fótatak fyrir utan. Duk-dunk — heyrðist enn í gólf- inu, og nú stóð Tryggur gamli upp, nokkuð stirðlega þó, því að hann var nú mjög tekinn að eldast — og svo rölti hann út úr stofunni. Eftir litla stund kom hann aftur og bar nú inniskóna hans Jims í kjaftinum og setti þá framan við gamla stólinn hans. Svo lagði hann snoppuna yfir á skóna og féll svo aftur í djúpan svefn. Kannski var það vegna þess, að það vakti upp gamlar og hlýjar minningar að sjá skóna hans Jinas standa þarna á sínum gamla stað, að mér hlýnaði um hjartaræturnar, að minnsta kosti þóttist ég finna einhvern yndislegan og notalegan hugblæ fylla stofuna. „En hvað hann Jim var óvenju- legur maður,“ sagði konan mín lágt. Og skömmu síðar sagði hún: „Ég held að ég vilji fara að hátta, og þú ættir að koma með. Þú ert búinn að lesa svo lengi. Við skulum ekki vekja hann Trygg gamla, en lofa honum að sofa hérna í nótt.“ Og næsta morgun, þegar við komum inn í stofuna, lá Tryggur nákvæmlega í sömu stellingum og kvöldið áður. Höfuðið milli fram-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.