Vorið - 01.06.1956, Page 13

Vorið - 01.06.1956, Page 13
VORltí 51 BOX og COX Gamanleikur í einum þætti. — Sigríður J. Hannesdóttir þýddi úr ensku. — Frú Bouncer leigir nokkur herbergi í húsi sínu. Einn af leigjendum hennar er herra Jón Box. Hann er prentari og vinnur aðeins á næturnar. Hann kemur heim í herbergi sitt snemma á hverjum morgni, er hann hefur lokið verki sínu. Þar af leiðandi er herbergi hans autt á næturnar. Frú Bouncer langaði nú til að afla sér aukatekna, og því leigir hún herbergið öðrum manni, án þess að herra Box fái að vita það. Þessi nýi leigjandi hennar hét herra Cox og vann í hattaverzlun, sem var auðvitað opin á daginn. Hann var því aðeins í herbergi sínu ánæturnar. Hann veit heldur ekki, að herbergið er leigt öðrum. Það er morgunn. Cox hefur rétt lokið við að klæða sig. Hann heldur á bursta í annarri hendinni, en spegli í hinni. — Hann horfir í spegilinn og burstar hár sitt: fótanna og snoppan hvíldi á inni- skónum ihans Jims. En með ein- hverjum hætti vissum við það um leið, að nú var hinn langi biðtími á enda runninn. Tryggur var lagð- ur af stað í óendanlega og dásam- lega ferð með bezta vininum sín- um, sem hann hafði nokkru sinni átt. Tryggur var dáinn. — H. J. M. þýddi. COX: Ég skal aldrei láta klippa mig aftur. Aldrei. Það er þá ekk- ert hár eftir til að bursta. (Það er drepið á dyrnar:) COX: Hver er það? ('Þiað er drepið á dyrnar í annað sinn.) Rödd fyrir utan: Þetta er bara frú Bouncer. COX: Kom inn, frú Bouncer. ERÚ BOUNCER (kemur inn): Góðan daginn, herra Cox. Ég vona, að þér hafið sofið vel. COX: Góðan daginn, frú Bouncer. Nei, ég get nú varla sagt, að ég hafi sofið vel. Þetta er það harð- asta rúm, sem ég hef nokkru sinni sofið í. Þér verðið að út- vega mér eitthvað mýkra til að sofa á. FRÚ BOUNCER: Ég mun gera allt, sem ég get fyrir yður, hema Cox. COX: Hana — haldið þér á spegl- inum fyrir mig rétt á meðan ég lýk við að bursta hárið. Ég þarf annars að minnast á það við yð- ur, frú Bouncer, að mér virðist ganga ótrúlega fljótt á kolin mín. FRÚ BOUNCER: Ó, herra Cox.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.