Vorið - 01.06.1956, Page 17

Vorið - 01.06.1956, Page 17
V O RIÐ 55 COX (kemur hlaupandi inn um dyrnar til vinstri): Jæja, nú er fiskurinn minn víst orðinn nægi- lega soðinn. (Hann lítur í pott- inn. Bregður við): — Hvað er nú þetta? Kjötið komið í pottinn aftur. Nei, þetta er nú of langt gengið, það verð ég að segja. — Hana — út með það. (Hann kast- ar kjötinu út um gluggann.) — Þarna fór þá morgunmatur frú Bouncer. — IÞað er þá bezt að fá sér tesopa. (Setur te í teketilinn og gengur síðan að katlinum til að hella heitu vatni yfir teið. Um leið og hann snýr sér við til að láta tepottinn á borðið, kem- ur herra Box inn um dyrnar hægra megin og heldur á diskum og bolla.) COX: Hver eruð þér, herra minn? BOX: Hver eruð þér, má ég spyrja? COX: Ég endurtek spurningu mína: Hver eruð þér, herra minn? BOX (byrstur): Og ég endurtek einnig spurningu mína: Hver er- uð þér? COX: Er þetta prentarinn? (Hann lætur tepottinn á borðið.) BOX: Er þetta hattasölumaðurinn? (Hann leggur diskana og bollann frá sér.) COX: Ef þér farið ekki upp f her- bergið yðar nú þegar, þá neyðist ég til að láta yður út með valdi. BOX: Ef þér farið ekki upp í her- bergið yðar samstundis, þá neyð- ist ég til að henda yður út um dyrnar. COX: Ég endurtek skipun mína. Farið út úr herberginu mínu. BOX: Yðar herbergi? — Þér eigið við mitt herbergi. COX: Þér hljótið að vera brjálað- ur, eða þá ganga í svefni. Ég hef hér kvittun fyrir húsaleigunni. BOX: Það eruð þér, sem eruð brjálaður, — ef við erum það þá ekki báðir, — því að hér hef ég einnig kvittun fyrir minni húsa- leigu. (Kallar): Frú Bouncer, frú Bouncer. FRÚ BOUNCER: (kemur hlaup- andi inn). BOX: Farið burt með þennan hattaprangara, því að hann er vitlaus. COX: Nei, frú Bouncer. Þvert á móti. Farið burt með þennan prentsmiðjupúka, því að liann er að gera mig vitlausan. FRÚ BOUNCER: En, herrar mín- ir. Ég get ekki farið með vkkur báða. BÁÐIR (benda hvor á annan): Far-. ið með hann. FRÚ BOUNCER: Hlustið nú á mig andartak á meðan ég skýri betta fyrir ykkur. BÁÐIR: Já, komið með skýringu. Gjörið svo vel að koma með skýr- ingu. BOX: Skýringu á því, hvor okkar 'hefur þetta herbergi. Er þetta kannski ekki herbergið mitt?

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.