Vorið - 01.06.1956, Side 20

Vorið - 01.06.1956, Side 20
58 V O Rlö BOX: Við verðum að kasta aftur. (Kastar.) Talan einn afturl COX (kastar): Talan .einn afturl — Þetta er einkennilegt. Við verð- um að reyna einu sinni enn. (Báðir kasta og talan einn kemur upp hjá báðum.) BOX: Lof mér að sjá krónuna. Svik! — iÞetta er ekki venjuleg króna, talan einn er báðum meg- in á henni. Þetta er ekki heiðar- Legt. Þér ættuð að skammastyðar. COX: Lof mér að sjá yðar krónu. Já, datt mér ekki í hug. Talan einn stendu báðum megin. Þetta kalla ég nú óþokkabragð. Ég held, að þér ættuð að reyna að skammast yðar. BOX: Dyrfist þér að kalla mig óheiðarlegan mann, herra minn? Það eruð þér sjálfur, sem eruð óheiðarlegur, og þér ættuð einn- ig að skammast yðar. COX: Hvað þorið þér svo sem? (Þeir fara að tuskast. Frú Bounc- er kemur inn.) BÁÐIR (hætta að tuskast): Er litla herbergið hér uppi yfir ekki að verða tilbúið? FRÚ BOUNCER: Ekki alveg, herr- ar mínir. Ég finn hvergi þessar byssur, en hérna er bréf, sem pósturinn kom með. (Cox tekur við bréfinu, en frúin fer út.) COX: Það er frá Penelópe. BOX: Fáið mér það. (Hann les yfir öxlina á Cox.) Það er til B-O-X. COX: Nei, þetta er greinilega nafnið mitt. Fyrsti stafurinn er áreiðanlega C. Hinir stafirnir eru O X, svo að það verður C.ox. BOX: Ég sagði að þetta væri B og þar með nafnið mitt B O X. COX: Það er þá bezt, að við lesum það báðir. (Opnar bréfið.) — Hræðilegar fréttir. BOX: Hvaða fréttir? COX: Hræðilegar fréttir. BOX: Lofið mér að sjá. Ég trúi því ekki, að þær séu eins hræðilegar og þér segið. COX (les): Kæri herra Cox.... BOX: Box á það að vera. . . . COX: Kæri herra Cox-Box. Ég hef slænrar fréttir að flytja yður. Ég hef komizt að raun um, að við erum svo ólíkt skapi farin, að við getum aldrei búið saman í sátt og samlyndi. Það er þess vegna, sem ég skrifa yður þetta bréf, en um leið ætla ég að segja yður frá því, að ég hef ákveðið að giftast öðrum manni. Hann heitir herra Knox. Hann er auðugur og göf- ugur maður og býr hérna í borg- inni. Ég vona svo, að þér séuð mér sammála um, að þetta sé það eina rétta, sem ég get gert. (Báðir dálítið vandræðalegir um stund.) BOX: Ja, ég skammast mín eigin- lega fyrir að segja það, að ég var nú aldrei neitt sérlega hrifinn af þessu kvonfangi. COX: Og ég var heldur ekkert sér-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.