Vorið - 01.06.1956, Side 22

Vorið - 01.06.1956, Side 22
60 VORIÐ Litla stulkan viá kliáiá (Saga fyrir yngstu bömin.) Hún stóð oft við hliðið fyrir ut- an húsið sitt. En oftast var hún þó eitthvað að dunda á stéttinni, ým- ist innan við eða utan við hliðið. Hún var fjarska smágerð, dökk- hærð og kotroskin, alltaf eitthvað að vinna eða bjástra, og alltaf var hún glöð. Það var orðin föst venja, að við spjölluðum saman litla stund, þegar ég átti leið þarna fram hjá. — Ert þú að fara í skólann núna? — Já, ég verð að sjá um að börn- in læri að lesa. — Kunna þau öll að lesa? — Nei, ekki öll. En þau læra það bráðum, ef vel gengur. — Em sum börn löt að læra? Mamma segir, að ég megi ekki vera löt. — Nei, það held ég ekki. Þau reyna öll að vera dugleg. En hve- nær ætlar þú að koma í skólann? — Þegar ég verð sjö ára. En það er voðalega langt þangað til. — Hvað ertu gömul? — Eg er f jögurra ára, átti afmæli ekki í gær heldur hinn daginn. — Nei, það var gaman. Ég óska þér til hamingju. Fékkstu ekki ein- hverjar afmælisgjafir? — Jú, þessa reku — og hún sýndi mér litla reku með rauðu skafti. Hún var sem sé alltaf að moka, stundum á gangstéttinni og stund- um í móunum sunnan við götuna. Eg sá því miður nokkrar holur í gangstéttinni. — Kemur löggan nokkuð, þótt ég sé að moka hérna við hliðið? Geiri segir að löggan komi og taki mig ef ég moki sandinum hérna á stéttinni. En nú leiddi hún talið að öðru: — Af hverju átt þú ekki bíl eins og pabbi minn?

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.