Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 24

Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 24
62 VORIÐ — Gettu. — 20 ára? — Nei, miklu meira. Gettu bet- ur. — 100 ára? — Nei, ekki svo gamall. — Afi er 70 ára gamall. Ertu eldri en afi? — Nei, en ég skal segja þér það einhvern tíma seinna. Ég skal segja þér það þegar þii kemur í skólann. — A Agústína að fara í skólann, og Þóra og Kristján? — Já, þið eigið öll að fara í skól- ann. — Eru vondir strákar í skólan- um, strákar, sem stríða? — Nei, það eru engir vondir strákar í skólanum, aðeins góð börn. — Ég kann ekkert að lesa. — Það gerir ekkert til, þú lærir það seinna. — Má ég hafa rekuna mína með mér í skólann? — Nei, helzt ekki. En pabbi þinn gefur þér fallega skólatösku. — En nú má ég ekki vera að því að spjalla meira við þig. Vertu nú sæl. — Vertu sæll. Nú ætla ég að finna Þóru. — Og svo hljóp hún af stað með litlu rekuna sína. H. J. M. Bréfaskipti Undirrituð óska eftir bréfaskiptum við jafnaldra einhvers staðar á landinu. Æskilegur aldur pennavina tilgreindur í svigum við nöfnin: 1. Margrét Gunnlaugsdóttir (11—13), Litla-Arskógssandi, Eyjafirði. 2. Elisabet Jóhannsdóttir (13—15), Litla-Árskógssandi, Eyjafirði. 3. Ágústa Sigurðardóttir (12—14), Hrauni, Landbroti, V.-Skaftafellssýslu. 4. Jóhannes Gunnarsson (13—15), Suð- urgötu 17, Sauðárkróki. 5. Helga Garðarsdóttir (10—11), Stað- arhóli, Ongulsstaðahreppi, Eyjafirði. 6. Þórný Oddsdóttir (15—16), Vatns- hól, A.-Landeyjum. 7. Ásta Ársælsdóttir (11-—13), Ljótar- stöðum, A.-Landeyjum. 8. Ólafía Oddsdóttir (14—15) (mynd fylgi), Vatnshól, A.-Landeyjum. 9. Helga R. Einarsd. (11—13), Garði, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. „Talar Anna mikið?“ „Mikið? Hún talar svo mikið, að hún hafði verið gift í þrjá daga, þegar hún komst að því, að maðurinn hennar var bæði mállaus og heyrnarlaus.“ Athugið! Sá, sem leggur dag hvern andvirði eins sígarettupakka í banka, á að árinu liðriu rúmar 4215 krónur, sé reiknað með 5% vöxtum, að 5 árum liðnum rúmar 23 þús. kr. og að 20 árum liðnum rúmar 139 þús. krónur.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.