Vorið - 01.06.1956, Síða 26
G4
V O R I Ð
Þegar Steini vann sigur
Steina líkaði vel í barnastúkunni
sinni og sótti livern fund. Gæzlu-
maðurinn hrósaði honum líka fyr-
ir, hvað hann væri góður og trygg-
ur félagi.
Nú hafði hann verið í stúkunni
í tvö ár. Og á síðasta fundi las hann
upp söguna „Ólukku pípan“. Öll
börnin klöppuðu, þegar hann
hafði lokið lestrinum. Nú var laug-
ardagur og á morgun átti að vera
barnastúkufundur.
í einu kennsluhléinu í skólanum
morðingjarnir, og fjártjónið, sem
þær valda, er meira en allt það,
sem þjófarnir stela.“
Þó er drykkjuskapur þeirra, sem
við stýrið sitja, 'aðeins ein grein þess
ófarnaðar slysa og skaða, sem
áfengisneyzlan veldur: Það hefur
sannast, að á öðrum sviðum vex
slysahættan í sama hlutfalli, er
menn hafa neytt áfengis.
Afbrot.
Við athuganir í Svíþjóð kom það
í Ijós, að nálægt 60% allra fanga
höfðu verið undir áhrifum áfengis,
er þeir frömdu afbrot sín. Þegar
um stórglæpi var að ræða, svo sem
morð, rán og miklar misþyrmingar,
höfðu um 80% glæpamannanna
(Framhald á 80. bls.).
kom Nonni til hans, og spurði,
hvort hann vildi ekki koma með
sér á kvikmyndasýningu á morgun
kl. 3. Það væri Tarzanmynd, sem
væri mjög spennandi. Steini hugs-
aði sig um og sá, að ekki gat hann
bæði séð myndina og farið á fund-
inn.
„Það get ég ekki. Það er stúku-
fundur á rnorgun," svaraði hann.
„Þú getur sleppt stúkufundi
bara núna,“ sagði Nonni. „Það ætla
ég að gera.“
„Það veit ég ekki. Ég hef mætt á
hverjum fundi þetta ár og mér
finnst það gaman. Það á líka að
leika.“
„En góði, heldruðu, að það sé
ekki meira gaman að sjá Tarzan,
sem er svo sterkur. Hann flýgst
kannski á við ljón eða tígrisdýr."
„Pabbi segir nú, að sumar þessar
Tarzanmyndir séu bara ljótar."
„Hvaða vitleysa. Ég sá útstilling-
una í morgun. Myndin er í litum.“
„Ætla fleiri stúkubörn að sjá
myndina?"
„Já, mörg. Hún verður sýnd í
síðasta sinn í dag.“
„Heldurðu að gæzlumanninum
þyki ekki leiðinlegt, að við komura
ekki á stúkufundinn?"
„Það veit ég ekki. Það gerir ekk-
ert svona einu sinni."