Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 28

Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 28
66 V O R I Ð Framhaldssagan. Börnin við járnbrautina. Saga eftir E. NESBIT — Hannes J. Magnússon þýddi. (Framhald.) „Þetta er laglegt, eða hitt þó heldur," sagði stöðvarstjórinn, „hann hefu rengan farseðil og veit ekki einu sinni, hvert hann ætlar. Ég verð víst að neyðast til að senda eftir lögregluþjóni." „Æ, nei, gjörðu það ekki,“ sögðu öll börnin í einu. En allt í einu sá Bobbí, að ókunni maðurinn grét. Aldrei þessu vant hafði hún vasaklút í vas- anum, og það furðulega var, að hann var sæmilega hreinn. Og nú rétti hún ókunma manninum vasa- klútinn, án þess að hin tækju eftir því. „Bíðið þar til mamma kemur,“ sagði Fríða. „Hún talar frönsku reiprennandi! Það skuluð þér fá að heyra sjálfir." „Ég er viss um, að hann hefur ekki gjört neitt það, sem gefur ástæðu til að setja hann í fangelsi,“ sagði Pétur. „Ég get nú ekki neitað því, að mér þykir þetta allt nokkuð grun- samlegt," sagði stöðvarstjórinn. ,,F.n ég 'hef ekkert á móti því að bíða þar til móðir ykkar kemur. Mér þætti íróðlegt að vita, hverrar þjóðar hann er?“ Nú datt Pétri nokkuð í hug. Hann tók umslag upp úr vasa sín- um, fullt af útlendum frímerkjum. „Sjáum til,“ sagði hann við stöðvarstjórann, „við skulum sýna honum þetta.“ Þeir sýndu honum ítalskt frí- merki og bentu ýmist á hann eða frímerkið og litu spyrjandi augna- ráði á hann. En liann hristi aðeins höfuðið. Þá sýndu þeir honum norskt frí- merki og annað spánskt, en hann liristi neitandi höfuðið. En nú tók hann við umslaginu af Pétri og leit- aði með skjálfandi höndum í frí- merkjunum. Loksins rétti hann að þeim rússneskt frímerki, eins og liann væri að svara spurningu þeirra. „Hann er Rússi,“ sagði Pétur. „Rússland, það er voðalegt land. Þar er keisarinn einvaldur. Þess vegna er ihann svona hræddur. Mamma segir, að þar sé stundum farið svo óttalega illa með menn, jafnvel þótt þeir hafi ekkert til saka unnið.“

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.