Vorið - 01.06.1956, Side 31
V O RIÐ
69
,,Nú verður þú að segja okkur
allt um rússneska inanninn."
Og nú kom enn þá ein hvít vera
hoppandi inn í herbergið. Það var
Pétur, sem dró á eftir sér ullar-
ábreiðuna sína, eins og stél á pá-
fugli.
„Við höfum verið þolinmóð,"
sagði ihann, „og ég varð að bíta í
tunguna á mér til að sofna ekki.
Segðu okkur nú langa og góða sögu
um þetta allt.“
„Eg get ekki sagt ykkur langa
sögu í kvöld,“ sagði mamma, „ég er
orðin svo þreytt.“
Bobbí heyrði á málróm mömmu,
að hún hafði grátið, hin tóku
ekki eftir því.
„Jæja, en segðu okkur samt eitt-
hvað af henni,“ sagði Fríða, og
Bobbí lagði höndina um háls
mömmu og hjúfraði sig fast upp að
henni.
„Þetta er svo löng saga, að hún
yrði nóg efni í stóra bók,“ sagði
mamma. „Hann er rithöfundur, og
hefur skrifað margar góðar bækur.
En jrið hafið ef til vill heyrt, að í
Rússlandi mega menn ekki skrifa,
hvað sem þeim sýnist, þá eru þeir
tafarlaust settir í fangelsi."
„Það er ómögulegt að nokkrir
gjöri það,“ sagði Pétur.
„Menn eru ekki settir í fangelsi
nema þeir hafi gjört eitthvað
rangt."
„Það er nóg, ef dómararnir
halda, að þeir hafi gjört rangt,"
sagði mamma. „Og þannig er það í
Englandi, en í Rúsllandi er jrað
öðruvísi. Hann hefur skrifað bók,
sem ég hef lesið. Fyrir það var hann
settur í fangelsi. Hann hefur dval-
ið 'þrjú ár í hinu voðalegasta fang-
elsi, dimmu og röku, og þarna var
hann þrjú ár aleinn."
Rödd mömrnu titraði lítið eitt,
og hún þagnaði allt í einu.
„Þetta getur ekki verið satt,
mamma,‘ sagði Pétur.
„Jú, það er alveg satt,‘ sagði
mamma. „Það er allt hræðilegur
sannleikur. Síðan tóku þeir hann
úr fangelsinu og sendu hann til
Síberíu, eins og hvern annan
glæpamann, fjötraðan við hina
sakamennina, sem sumir voru hinir
verstu illvirkjar, er framið höfðu
alls konar afbrot. Það var heill
hópur af þessum vesailings mönn-
um, sem urðu að ganga hvíldar-
laust svo dögum og vikum skipti,
svo að það virtist engan enda ætla
að taka. En eftirlitsmaðurinn gekk
á eftir þeim með svipu í hendinni,
til þess að berja iþá áfram, þegar
þeir urðu þreyttir. Sumir þeirra
duttu, og ef þeir gátu ekki staðið
upp, voru þeir barðir, en skildir
síðan eftir, og látnir deyja. Þetta er
allt svo hryllilegt! Að lokum náðu
þeir til námanna í fjöllunum, sem
hann var dæmdur til að vinna í
alla sína ævi, einungis fyrir það, að
hann hafði samið fallega, góða og
göfgandi bók.“