Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 33
V O RIÐ
71
hann þar löngum og var nú kom-
inn í föt af föður barnanna.
Hann var nú ekki eins flóttaleg-
ur og í fyrstu, og þreytusvipurinn
var minni. Hann brosti oft til
barnanna, og þá óskuðu þau einatt,
að hann gæti talað ensku.
Mamma skrifaði fjölda bréfa, til
þess að reyna að hafa upp á konu
hans og börnum. Hún skrifaði
samt ekki sínum gömlu kunningj-
um, heldur ýmsum ritstjórum
blaða og tímarita, riturum ýmissa
félaga, þingmönnum o. s. frv.
Börnin vildu á allan hátt sýna
ókunna manninum samúð sína. F.n
þeim var ekki ljóst á hvern hátt
þau gætu það bezt. Þau gátu auð-
vitað brosað til hans, og það gerðu
þau. En ef maður brosir stöðugt,
þá verður brosið stirðnað vanabros.
Þau færðu ihonum líka oft ofur-
litla blómvendi úr bláklukkum,
rósum eða smárablómum. Og einu
sinni datt Fríðu nokkuð í hug.
Hún kallaði í systkini sín og mælti:
„Munið þið ekki eftir því, að Perks
gamli lofaði að gefa mér einhvern
tíma jarðarber úr gSarðinum sín-
um? Við skulum koma þangað of-
an eftir til hans.“ Börnin höfðu
ekki komið á járnbrautarstöðina í
þrjá daga, vegna þess, hve ókunni
maðurinn dró að sér athygli þeirra.
Og þeirn til mikillar hryggðar og
undrunar tók nú gamli Perks mjög
kuldalega á móti þeim.
,,En sá heiður," mælti hann, er
þau stungu höfðinu inn í dyragætt-
ina á herbergi hans, og hélt síðan
áfram að lesa í blaði sínu.
Nú kom óþægileg þögn.
„Æ,“ sagði Bobbí, „ég er hrædd
um, að þér séuð okkur eitthvað
reiður."
„Síður en svo,“ svaraði Perks
þóttalega, „mér kemur það sannar-
lega ekkert við, hvorki það sem
skeður hér né annars staðar. Ef þið
viljið þegja yfir einhverjum leynd-
armálum, sem þið hafið, þá gjörið
svo vel, á sama stendur mér.“
„Við höfum engin leyndarmál,
sem þér megið ekki vita,‘ sagði
Bobbí, eftir litla umhugsun.
„Það getur vel verið, mér kemur
það heldur ekkert við, og verið þið
sæl,“ sagði Perks, breiddi blaðið
enn þá betur fyrir andlit sér og
hélt áfram að lesa.
„Æ,“ sagði Fríða í örvæntingu
sinni. „Hvað sem það er, sem hefur
komið fyrir, þá segið okkur það.“
En Perks gamli steinþagði og
byrjaði á nýrri blaðsíðu.
„Þetta er ekki réttlátt,“ sagði
Pétur.
„Mönnum er aldrei hegnt, jafn-
vel þótt þeir hafi drýgt glæp, án
þess að þeir fái að vita, fyrir livað
er verið að hegna þeim.“
,,Ég veit ekkert um, hvað gerist
lijá ykkur,“ svaraði Perks.
„Jú, það vitið þér, þvi að
mamma fór hingað, til þess að segja