Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 34
72
V O RIÐ
stöðvarstjóranum allt um rússneska
manninn, sem hjá okkur er.“
„Jæja, svo að þið haldið að stöðv-
arstjórinn hafi kallað á mig inn í
stofu, til þess að lrlusta á, hvað frú-
in lrefði að segja?“
„Hafið þér þá í raun og veru
ekkert frétt?“
„Ekki snefil. Ég spurði hann lítils
háttar. „Stjórnmál, Perks,“ var það
eina, sem hann svaraði. „Ég hélt,
að þið mynduð hlaupa hingað nið-
ur eftir og segja mér eittihvað. Þið
eruð nógu sporlétt, þegar gamli
Perks á að segja ykkur eitthvað um
gufuvagna, eða þess háttar.“
„Okkur datt ekki annað í hug en
að þér vissuð þetta allt.“
„Við héldum, að mamma hefði
sagt yður það.“
„Við myndum áreiðanlega hafa
komið annars."
Þau töluðu öll í einu. En Perks
gamli hélt blaðinu enn þá fast upp
að nefinu á sér. Þá þreif Fríða allt
í einu blaðið af honum og lagði
hendur um háls honum. ,,Æ,“ við
skulum vera vinir aftur,“ sagði
hún. „Við viljum fúslegða biðja
fyrirgefningar, en okkur datt sann-
arlega ekki annað í hug en að þér
vissuð þetta.“
Loks fór Perks að jafna sig. Þau
fengu hann til að koma með sér út
og setjast á grasið, og þar sögðu
þau honum öll sögu hins rússneska
manns.
En nú blés lestin. Það var lestin
3,14. „Þið getið legið hér á meðan,“
sagði Perks, „svo skulum við at-
huga, hvort nokkur jarðarber eru
orðin nógu þroskuð handa ykkur.“
„En ef svo væri, viljið þér þá
ekki gefa okkur þau handa vesal-
ings rússneska manninum?“ sagði
Fríða.
Perks hleypti brúnum ofurlítið.
„Þið hafið ef til vill komið hingað
til þess að fá jarðarber?“
Fríða átti í stríði við sjálfa sig,
en sagði síðan: „Jú, það var ein-
mitt þess vegna, sem við komiim."
„Það er gott,‘ ‘sagði vörðurinn.
„Segið ætíð sannleikann.1
Rússneski maðurinn varð inni-
lega glaður, er börnin gáfu honum
jarðarberin, og þau fóru enn að
brjóta heilann um, hvað þau gætu
gert fyrir hann. En þeim gat ekki
dottið neitt nýtt í hug, nema að
tína handa lionum kirsuber. Þau
vissu, hvar þeirra var að leita. Þau
uxu hjá klettunum, þar sem járn-
brautargöngin lágu inn í fjallið.
Þar uxu ýmsar trjátegundir, svo
sem birki, eik og beyki, en á milli
trjánna skein á hvít kirsuberja-
blómin eins og snjó.
Það var talsverður spölur frá
heimili barnanna, svo að þau fengu
að hafa morgunverðinn með sér í
lítilli körfu, sem þau ætluðu síðan
að nota til þess að tína berin í.
(Framhald.)