Vorið - 01.06.1956, Síða 35

Vorið - 01.06.1956, Síða 35
V O R 1 Ð 73 Úr heimi barnanna. SKÓLINN. Það var komið haust, og skólinn var að byrja. Þau Stella og Maggi voru að fara í fyrsta sinn í skólann, í 7 ára bekk. Þau voru tvíburar og voru mjög samrýnd. Áttu þau heima í dai ein- um skammt frá kaupstaðnum. Höfðu þau oft komið ofan í kaup- staðinn og þótti það ákaflega gam- an. Þau voru því auðvitað aiveg ihiminlifandi, Iþegar pabbi þeirra hafði vakið þau eldsnemma einn morgun og sagði að þau ættu að fara á fætur og hjálpa mömmu sinni að láta niður í töskurnar sín- ar, af því að þau ættu að fara á morgun í heimavistarskólann, sem var í kaupstaðnum (en hann var svo langt í burtu, að þau gátu ekki farið heim á hverju kvöldi). Höfðu þau farið snemma á fætur, og er þau komu fram, var mamma þeirra búin að hita kakó handa þeim. Drukku þau það og borðuðu brauð með, síðan Ihöfðu þau farið að tína saman öll föt, sem þau áttu að fara með. Síðan kom kvöldið og þau fóru í rúmið, sæl og ánægð. Og svo kom morgundagurinn, auðvitað með öllum sínum yndisleik, og börnin fóru á fætur klukkan 7. Og er þeim var litið út um gluggann, sáu þau, sér til mikillar gleði, að það var kominn heilmikill snjór. Svo kvöddu þau mömmu sína og fóru út með pabba sínum. Og litlu andlitin ljómuðu af ánægju er þau sáu að fyrir utan dyrnar stóð spán- nýr skíðasfeði. Pabbi þeirra sagði, að hann hefði keypt hann í kaup- staðnum og mættu þau eiga hann. Börnin hlupu upp um hálsinn á pabba sínum og kysstu hann fvrir

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.