Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 36

Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 36
74 V O R 1 Ð sleðann. Svo fóru þau öll af stað. Stella sat og hafði töskurnar. Maggi stóð fyrir aftan hana og pabbi þeirra þar fyrir aftan og stýrði. Svo þegar þau komu í kaupstaðinn fóru þau beint til skólans og mættu skólastjóranum. Þau sögðu honum, hvað þau hétu. Síðan var þeim vís- að á herbergi, sem þau áttu að hafa. Svo fór pabbi þeirra til vinnu sinnar. Síðan voru þau lengi í skól- anum og lifðu vel og lengi. Rannveig Haraldsdóttir, Víðihvammi 11, Kópavogi. KISA OGMÝRISNlPUUNGINN. Einu sinni var til læðuköttur heima hjá mér. Einu sinni sem oft- ar, átti hún kettlinga um vor og var þeim öllum lógað nema einum. Hann var látinn lifa. Svo þegar hann var orðinn dálít- ið stór, átti hann að fara á næsta bæ. En þegar hann var farinn, tók amma eftir einhverju tísti í kassa, sem stóð hjá eldavélinni. Hún fór að gá, hvað þetta gæti verið. Sá hún þá, hvar kisa lá í kassan- um, og hjá henni lá lifandi mýri- snípuungi. Var 'hún að reyna að koma unganum á spena, en vitan- lega tókst það ekki, sem varla var von. Tók amma ungann og fór með hann út á tún. En að vörmu spori var kisa kom- in með ungann aftur í kassann sinn. Og fór svo að lokum, að það varð að lóga unganum. Mér finnst þessi saga bera þess glögg merki, að dýrunum geti þótt vænt um afkvæmi sín ekkert síður en mönnum. Harpa. ---o—— FLUGVÉLIN HANS HELGA. Lítil stúlka labbaði upp brekk- una. Hún ætlaði upp að fossinum. Amma hennar hafði sagt henni sögu um íossbúann, sem þar býr. Hún var orðin mjög þreytt, þegar hún loksins komst þangað. Hún settist niður og horfði í fossinn. Hún hugsaði um söguna, sem amma hennar sagði henni. Sagan var svona: Einu sinni var drengur. Hann var tíu ára ,er þessi saga gerðist. Hann hét Helgi. Hann fór oft og horfði á þennan sama foss. Einu sinni sem oftar, gekk hann upp að fossinum og settist niður. Þá sá liann fossinn skipta sér og afar ljóta mannvem standa á milli kvíslanna. Hún stökk upp á bakkann og var rétt hjá Helga. Helgi var ekki hræddur, en hann varð hissa, því að ekki hafði nein amma sagt hon- um frá fossbúanum. ,,Góðan dag,“ mælti Helgi. „Góð- an daginn,“ rumdi í fossbúanum, því að þetta var hann. Ég hef oft

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.