Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 37

Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 37
V O R 1 Ð 75 séð þig hér hjá lossinum og þú hef- ur dáðst að honum. Margir hafa komið hingað og kastað grjóti í þennan foss, en það hefur þú aldrei gert. Fyrir það skalt þú gjöf hljóta að launum. Fossbúinn rétti Helga jioka. Helgi ojDnaði jDokann og sá þá eitLhvað í honum, er ljómaði af, svo að hann fékk ofbirtu í augun. Hvað 'haldið þið að þetta hafi ver- ið? Það var skínandi falleg flugvél. Hann ætlaði að fara að þakka foss- búanum gjöfina, en þá var hann horfinn. Helgi sá einhvern lítinn takka á flugvélinni og studdi á Iiann. En hvað var þetta? Flugvélin stækkaði þar til hún var í eðlilegri stærð. Helgi settist upp í og setti hana í gang. Og flugvélin flaug af stað. Síðan hefur Helgi ekki sést. En fyrir nokkru hafði maður kom- ið þangað í bæinn og sagt frá því, að þar hefði sést mjög einkennilegt fyrirbrigði, sem menn nefndu fljúgandi diska. Stúlkan hugsaði með sér, ja, það er ég alveg viss um, að það eru Helgi og flugvélin hans, sem menn kalla fljúgandi diska. Seyðfirðingur, 13 ára. SYSTKININ f SÓLBREKKU. Einu sinni var bær, sem hét Sól- brekka, þar bjuggu hjónin Stella Jónsdóttir og Karl Ingimundarson. Þau áttu 2 börn, dreng og stúlku, hétu þau Ingimundur og Guðrún. Ingi, (en svo var drengurinn kall- aður) var 10 ára, en Guðrún 8 ára. Þetta voru ósköp prúð og góð börn, sem vildu gera allt fyrir foreldra sína. Einu sinni að vorlagi sátu börnin yfir kvíám, lengst inn í dalnum og voru með féð rétt hjá kletti, sem Sólklettur hét. Þá er það dag einn, þegar þau eru hjá ánum, að þau eru að leika sér, og taka ekki eftir því, að það er komin dimm þoka. Þegar þau ætla að leggja af stað heim til sín, taka þau fyrst eftir þokunni og vita nú ekkert, hvert halda skal, því að þau voru orðin áttavillt. Nú fór Guðrún litla að gráta, en bróðir hennar taldi í hana kjark. Með þeim var ákaflega vitur hund- ur, sem Ljómi hét, og datt Inga nú í hug að láta hundinn ráða ferð- inni, því að Ingi vissi, að hann myndi rata heim til sín, og segir við hann: „Ljómi, nú verður þú að vísa okkur öllum leiðina heim, og hjálpa okkur.“ Ljómi leit aðeins á Inga, rak ujap svolítið bofs, og hljóp því næst af stað. Komust þau svo heim til sín, með ratvísi Ljóma. Þegar þau komu heim, voru foreldrar þeirra orðnir mjög hræddir um þau, og ætluðu að fara að leita þeirra. — Urðu börnin mjög fegin að vera komin heim, og foreldrarnir að sjá börnin. Kolskör.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.