Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 39
V O RIÐ
77
mundu stoða að dyljast lengur.
Hún kvað svo vera skyldu. Setjast
jlau niður í túnbrekkuna. Síðan
rnælti hún: „Ef iþú vilt nafn mitt
vita, þá heiti ég Melkorka.“ Hösk-
uldur bað hana þá segja lengra ætt
sína. Hún svaraði: „Mýrkjartan hét
faðir minn. Hann er konungur á
Irlandi. Ég var þaðan hertekin 15
vetra gömul.“ — (Laxdæla.)
5. Þegar Björn Jórsalafari var ut-
an í þriðju ferð sinni, hafði hann —
að dærni annarra stórmenna —
fundið stjörnumeistara og látið
Iiann „stilla hóróskóp" barna sinna,
Þórleifs og Kristínar, sem bæði
voru heima. Þau voru tvíburar, og
gat hann sagt stjörnumeistaranum
dag og stund, þegar þau fæddust.
Stjörnumeistarinn reiknaði og
reiknaði, vakti heilar nætur og
rýndi og rýndi í hina bláu, leyndar-
dómsfullu bók, sem breiðir sig út
opna yfir höfðum okkar allra. Loks
sagði hann, að annað barnið rnundi
deyja, áður en Jrað næði fullum
Jrroska, en hitt væri síhækkandi
stjarna. Það mundi lifa lengi og af
því mundi koma mikill ættbogi og
margt ágætra manna.
(Hækkandi stjarna eftir Jón
Trausta.)
6. „Nei, Norðlendingar eru vak-
andi. í þetta skipti eru Norðlend-
ingar vakandi. — Síðan þing-
menn komu að sunnan og fyrirætl-
anir Jæirra kóngsmanna urðu
kunnar, hafa verið njósnarmenn á
öllum heiðum. Og nú hefur spurzt
til þeirra Smiðs sunnan af Vatna-
hjallavegi."
„Og þú býst við Jaeim hingað í
kvöld?‘
Helga húsfreyja brosti gremju-
lega.
„Hvar skyldu þeir fremur húsa
leita en á höfuðbólinu? Mundi
Jreim ekki þörf á góðri hressingu
eftir öræfareiðina.*
„Og Einar bóndi ekki heima.“
„Einar bóndi er að búum sínum
vestur á landshorni. Það er ekki í
fyrsta skipti, pater, að húsfreyjan á
Grund hefur fríar hendur. — Gott
og vel. Grund á ég sjálf, og þar vil
ég ráða, hvort sem bóndi minn er
lieima eða ekki. — Hingað til hefur
Jrað ekki orðið okkur til missættis."
„Og hvað hefurðu í hyggju að
gera, húsfreyja?"
„Búa til veizlu. — Gera Grund-
ar-gestrisnina orðstírs síns mak-
lega.“
(Veizlan á Grund eftir Jón
Trausta.)
Þegar Jrið sendið ráðningu við
getrauninni um liver þetta er, Jrá
skýrið frá, hvað átt er við með
hverri gi'ein. Veitt verða ein verð-
laun. Svör verða að hafa borizt fyr-
ir 15. ágúst næstk.