Vorið - 01.06.1956, Side 41
V O RIÐ
79
Hjá tannlækninum
MAÐURINN: Góðan daginn,
herra tannlæknir.
TANNL.: Góðan daginn. Gjörið
svo vel að fá yður sæti.
MAÐURINN: Afsakið. . . . Mig
langaði aðeins að spyrja að dá-
litlu. . . .
TANNL.: Gjörið svo vel. Spyrjið
bara.
MAÐURINN: Ég þarf að láta
draga eina tönn. Haldið þér að
það verði mjög dýrt?
TANNL.: Nei, það held ég ekki.
En það getur auðvitað verið dá-
lítið óþægilegt.
MAÐURINN: Óþægilegt?
TANNL.: Já, þér finnið eitthvað
til.
MAÐURINN: Lað gerir ekkert til.
Ég er ekki hræddur við það.
TANNL.: En ef það verður mjög
sárt, þá get ég deyft. .. .
MAÐURINN: Deyft? Hvers
vegna? Það er alveg óþarfi fyrir
eina enustu tönn.
TANNL.: Ég held að þér vitið
ekki, hvað þér eruð að segja.
MAÐURINN: Jú, bara byrjið. Ég
er ekki hræddur.
TANNL.: Nei, auðvitað ekki. En
þér verðið þá að setjast í stólinn.
MAÐURINN: Setjast? Það er ekki
ég, sem á að draga úr.
TANNL.: Eruð það ekki þér?
MAÐURINN: Nei, það er konan
mín. Hún situr frammi í biðstof-
unni. Nú skal ég sækja hana.
(Fer og kemur aftur með hana
inn. Það líður yfir tannlækninn.)
MAÐURINN: Hamingjan hjálpi
• mér. Þar leið yfir hann.
(Þau styðja hann bæði út.)
E. S. þýddi.
RÁÐNING
á getrauninni: Hver er maðurinn?
í síðasta hefti:
Maðurnn er Þorsteinn Erlingsson.
1. Hann var alinn upp í Hlíðarenda-
koti í Fljótshlíð.
2. Kvæðabók hans heitir „Þyrnar“.
3. Kvæðaflokkur Þorsteins um Ragn-
heiði Brynjólfsdóttur heitir „Eiðurinn".
4. Kaflinn er tekinn úr dýrasögum
Þorsteins: „Málleysingjar", og bendir til
að hann var mikill dýravinur.
5. Hann var ritstjóri „Bjarka“ á Seyð-
isfirði.
6. í greininni kemur fram nafn Þor-
steins.
Ráðningar bárust frá 24 börnum, og
voru þær að mestu réttar. Dregið var
um verðlaun úr svörunum, og hlaut þau
að þessu sinni Kristján Benediktsson,
Víðigerði, um Borgarnes. Verðlunin voru
skrúfblýantur.