Vorið - 01.09.1967, Síða 19
1946 og tókst með ágætum. í júlí 1948
kom svo Gullfaxi liinn fyrsti til lands-
ins. Þetta var þá glæsilegasta flugvél
okkar íslendinga. Hún var af Skymaster-
gerð, og innrétting og frágangur allur
með afbrigðum vandaður. Upp frá því
iiefur Flugfélag Islands rekið allt sitt
millilandaflug með eigin flugvélum.
1955 eignaðist félagið aðra flugvéí
af Skymastergerð og hlaut hún nafnið
Sólfaxi. I innanlandsfluginu, sem óx
jafnt og þétt, gerðist það, að félagið
eignaðist fleiri Dakota-flugvélar, hafði
3 Katalínaflugvélar í förum og auk þess
fiugvélar af Norseman- og Grönman-
gerðum.
Arið 1956 voru fanþegar Fiugféiags
íslands milli landa orðnir nokkuð á
sextánda þúsund. Fyrirsjáanlegt var því,
að endurnýja þyrfti millilandaflugflot-
ann tii þess að mæta vaxandi þörf. For-
ráðamenn Flugfélagsins fréttu þá af
tveim nýjum skrúfuþotum af Viscount-
gerð, sem kannski væru til sölu í Bret-
landi. Undinn var bráður hugur að mál-
um og þessar flugvélar keyptar. Þær
komu til landsins 2. maí 1957, og voru
um árabil uppistaðan í millilandaflug-
flota íslendinga, þótt Skymasterflugvél-
ar væru notaðar til leiguflugs og til
Grænlandsferða.
Árið 1961 keypti Flugfélag íslands
sína fyrstu Cloudmasterflugvél og eign-
aðist nokkru síðar aðra. Endurnýjun
VORIÐ 113