Vorið - 01.12.1967, Page 4

Vorið - 01.12.1967, Page 4
Ævintýri á ísjaka 1965, Skíðakeppnin 1965, Ingi og Edda leysa vandann, flutt í útvarp 1966, Barnaleikritið Kubbur og Stubbur, sýnt af Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, leikárið 1966—1967. Sigur páskanna, útvarpsleikrit, flutt á páskum 1967. Þessar bækur hefur Þórir þýtt: Systkini uppgötva ævintýraheim 1964, og Ævintýri barnanna 1966. Af þessari upptalningu sézt, að þessi ungi höfundur hefur ekki slegið slöku við þessi undanfarin ár. Þórir hefur verið svo vinsamlegur í bréfi til Yorsins að gera í stuttu máli grein fyrir livað fyrir honuni vakir, er hann ritar fyrir börn. Þetta nefnir hann: „1. Að bókin hafi hoðskap að flytja — siðferðilegan og trúarlegan. 2. Sagan sé lifandi, eðlileg frásögn, og atburðarásin nokkuð hröð. 3. Sagan sé, eftir því, sem unnt er, í þeim búningi, sem aðgengilegur mætti teljast fyrir börn og unglinga. Samrýmist ákveðmi marki „and- rúmslofti4 þeirrar kynslóðar, sem skrifað er fyrir. 4. Bezt, að sagan væri þannig skrifuð, að markmið hennar eins og síaðist inn í lesandann, án þess að hann verði þess alltof mikið var, eða hér séu á ferð einhverjir voðalegir siðferðispredikarar. 5. Að sagan komi að einhverju leyli inn á vandamál, sem lesendur gætu haft gagn af í daglegu lífi, t. d. bindindi, óhreinskilni, stríðni o. s. frv.“ Ennnfremur segir Þórir í áðurnefndu bréfi: „Við lifum á tímum afkristnunar. Og innan skamms búum við í þjóð- félagi, þar sem vandamál æskunnar verða miklu alvarlegri, en við gerum okkur fyllilega ljóst. 011 fjölmiðlunartæki hafa mikil áhrif á hjörtu æsk- unnar og stundum móta stefnu þeirra á viðkvæmum aldri. Bókmenntir af ýmsu tagi flæða inn í landið — og margt miður gott. I lilöðum, bókum, tímaritum, kvikmyndum og myndablöðum er útlitsfegurð 'ig ást skipað í svo háan sess, að unglingarnir eiga oft erfitt með að sætta sig við raunveruleika hins hversdagslega lífs. Innri fegurð er gleymd. Kapphlaupið við tímann og peningana hefur magnast mikið með árunum, og ýmis fleiri vandamál mætti hér upp telja, sem við eiguin við að stríða. 146 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.