Vorið - 01.12.1967, Side 5

Vorið - 01.12.1967, Side 5
í lijarta mínu brennur þess vegna djúp þrá til þess að vinna fyrir ís- lenzkan æskulýð. Yeita honum veganesti, sem ég af eigin raun veit að varir. 'Láta haixn finna alvöru kristins siðgæðis og uppeldis .... Það er erfitt að mæta nýrri kynslóð. Erfitt að skrifa, þegar annað lesefni flseðir yfir, sem bæði kitlar hégómagirnd og eykur spennuna. Sem betur fer eigum við marga menn og félagasamtök, sem hafa hug- sjónir að herjast fyrir — svo að margt er hægt að þakka.“ Barnahækur Þóris eru með ævintýrablæ og skemmtilegar að efnisvali. Megi honum auðnast að vinna sem mest fyrir hugsjónir sínar í þágu unga fólksins. Eiríkur Sigurðsson. þÓR|R S. GUDBERGSSON: aðfangadagur Gunnar litli var á leiff til kirkju með föður sínum. Jörðin var hulin hvítri skikkju. ^tjörnuskarinn tindraði á himninum. Þg sums staðar stirndi á svellbungur í f’orginni. Lengi hafði Gunnar hlakkað til jól- ailna. Eftirvænting og gleði ríkti í hjarta f|;ins. Honum fannst jólin hefjast í kirkj- nnni. Hátíðleg ur friður og ró hvíldi yfir ^orginni. Það var aðfangadagur jóla. Prúðbúið fólk streymdi til kirkjunn- ar- Og þó að úti væri frost og norðan n®ðingur, virtist það lítil áhrif liafa. Allir voru í hátíðarskapi. Allt í einu sneri Gunnar sér að föður sínum. ,,Hver á heima í kirkjuhúsinu, pabbi?“ Faðir hans lét ekki standa á svarinu. „Guð á heima þar.“ „Eru alltaf svona margir gestir hjá Guði, pabbi?“ spurði Gunnar áfram. „Ne-ei, —“ sagði hann og dró heldur seiminn. „Nei, ekki alltaf.“ Sonur hans leit til hans sakleysislegu augnaráði. Hann langaði til þess að fá nánari skýringu. VORIÐ 147

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.