Vorið - 01.12.1967, Page 11

Vorið - 01.12.1967, Page 11
stað og hjálpuðust öll að. Dóra gekk írá matnum. Hún tók alll brauðið, sem mamma hafði verið búin að smyrja. Hún tók könnur til að drekka kakóið úr. Og Einar lét olíu á prímusinn. „Eigum við ekki bara að liita kakóið heima og láta það í hitabrúsa. Þá þurf- um við ekki að fara með prímusinn?“ spurði Einar. „Nei, nei! Það er miklu meira gaman að hita það úti í Lundey. Það fer ekk- ert fyrir prímusnum,“ sagði Dóra. „Jæja þá, þú ræður, húsmóðir góð,“ sagði Einar. Dóra lét mjólk í tvær flöskur. Mjólk- in í annarri átti að fara í kakóið, og raðaði þessu svo öllu í dálítinn kassa. „En hvernig er með tjaldið, ælli það sé í lagi?“ spurði Dóra. „Þið ættuð að athuga það, strákar.“ „Já, Svanur. Við skulum athuga tjald- ið,“ sagði Einar. Þeir hlupu nú niður í kjallara, en þar var tjaldið geymt og fóru að athuga það. Þetta var reyndar ekki nema tveggja manna tjald, en þau hlutu að komast öll inn í það. Nokkrir hælar voru týndir, svo að það þurfti að fá nýja í staðinn. Þeir bræður leystu fljótt úr því vandamáli. „Mundurðu eftir að taka með sykur í kakóið?“ spurði Svanur. „Sykurlaust kakó er ódrekkandi.“ „Já, ég mundi eftir því,“ sagði Dóra. „En finndu eldspýtur, Einar, ekki má gleyma þeim.“ „Hefurðu þá tekið til allan matinn?“ spurði Einar. „Já, og meira að segja nokkrar smá- kökur, sem mannna gaf okkur. T’að er sama hvenær þær eru borðaðar,“ sagði Dóra. „Þessi matur ætti að endast okk- ur fram að kvöldmatartíma. Við ættum að vera komin heim þá.“ „Það er verst, ef kýrskammirnar skyldu nú fara út í Kríuhólmann í dag,“ sagði Dóra. „Við róum þá bara eftir þeim, þegar við komum, ef þá verður farið að flæða að,“ sagði Einar. „Mig minnir að það sé útfall í kvöld.“ „Jæja, erum við þá ekki tilbúin?“ spurði Dóra, sem var allaf dálítið stjórn- söm. „Ég er farin að hlakka svo mikið til.“ „Jú, ekki veit ég annað,“ sagði Einar, sem auðvitað var skipstjórinn og farar- stjórinn í þessum leiðangri. „Jæja, kom- ið þá.“ Síðan tóku þau allan farangurinn niður á litlu bryggjuna og síðan út í bátinn. „Hér er aukaár. Eigum við að hafa hana með?“ sagði Svanur. „Nei, það er óþarfi,“ sagði Einar. Börnin voru öll þaulvanir ræðarar og höfðu oft leikið sér á skektunni í kring- um eyna, og meira að segja farið nokkr- unt sinnum á henni út í Lundey. „Nú ræ ég fyrst,“ sagði Einar. Svo getur Dóra tekið við. En þú stýrir, Svanur.“ Það var sem sé ofurlítið stýri á hátn- um. Og svo var lagt af stað í glaðasól- skini, og allir voru í góðu skapi. Börnin fundu þegar í byrjun, að það var aðfall og því allmikill straumur, sem vildi bera bátinn af réttri leið. En Svanur reyndi að stýra upp í strauminn og lialda þannig stefnunni. VORIÐ 153

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.