Vorið - 01.12.1967, Qupperneq 12
Börnin höfðu tekið með sér eldhús-
klukkuna til að vita hvað tímanum liði.
Ekkert þeirra átti úr. Þau vöfðu utan um
hana áklæði, svo að hún skyldi ekki
vökna, ef það gæfi á bátinn. Það var
svo sem séð fyrir öllu!
Eftir 20 mínútna róður voru þau
komin út að Lundey og stigu þar á land
eftir langa og harða útivist, eins og sæ-
barðir landkönnuðir. Til allrar ham-
ingju þurftu þau þó ekki að gefa þessu
landi nafn, því að það var þegar fyrir.
Þau urðu að notast við það, þótt ekki
væri það neitt skáldlegt. Þau bundu bát-
inn rammlega við krókstjaka, sem þau
höfðu haft í bátnum, og ráku hann nú
niður í sandfjöruna eins langt og þau
gátu. Þau myndu áreiðanlega geta kom-
ið bátnum á flot þó að fjaraði undan
honum. Þetta var ekkert stórskip.
Þau fóru nú í könnunarferð upp á
eyna til að finna gott tjaldstæði. Þau
fundu það brátt í fallegu, sléttu jóðri,
en eyjan var öll vaxin víði og hirki-
kjarri. Alls staðar sátu fuglar á eggjum,
einkum æðarkollur. Þegar hörnin höfðu
fundið fallegan tjaldstað, hlupu þau aft-
ur niður að bátnum og sóttu farangur
sinn. Síðan tjölduðu þau og komu öllu
dólinu fyrir inni í tjaldinu. Svanur vildi
að Dóra færi að hila kakóið, en henni
þótti það allt of snemmt, og við það
varð að sitja, því að hún var húsmóðir á
sínu heimili.
Þau fóru nú könnunarferð um eyna
og sáu þar margt forvitnilegt. Þó að þau
hefðu oft séð æðarkollur á eggjum áður
þótti þeim einna skemmlilegast að sjá
þessar fallegu eggjamæður, sem voru
svo gæfar að þær hreyfðu sig ekki þótt
strokið væri um bakið á þeim. Þetta var
þeirra friðland og þær höfðu ekkert að
óttast. Svartbakurinn hafði aldrei ónáð-
að þær með komu sinni til Lundeyjar.
Kríurnar og riturnar áttu þarna sína
nýlendu, en þær voru snöggari upp á
lagið. Þegar hörnin komu nálægt hreiðr-
um þeirra, komu þær á móti þeim með
illyrmislegu gargi og gerðu sig líklegar
til að höggva í kollinn á þeim með nefj-
um sínum. Þær gerðu meira að segja
alvöru úr því, svo að börnin hættu sér
ekki lengra inn í ríki þeirra. Þá fóru
þau einnig framhjá lundabyggð. Þar var
jörðin öll holgrafin af lundahreiðrum.
En það leið nú að því, að pysjurnar
færu að skríða úr holum sínum, en svo
nefnast lundaungarnir.
„Ættum við að taka með okkur nokkr-
ar pysjur í matinn?“ spurði Einar.
„Pabba og mömmu þykja þær mjög
góðar.“
„Já, við skulum gera það,“ sagði
Svanur. „Við getum eldað þær í matinn
í kvöld.“
„Ég þori ekki að seilast ofan í holurn-
ar,“ sagði Dóra. „Ég veit ekki nema
pysjurnar híti mig.“
„Er það nú hetja?“ sagði Einar.
„Þorir þú það, Svanur?“ -
„Já, það er nú ekki mikið að þora.
IJetta eru tannlaus grey.“
„Jæja, Svanur þá byrjum við,“ sagði
Einar.
I’eir gengu nú um lundabyggðina og
þegar þeir sáu holur niður í jörðina
stungu þeir handleggjunum niður í þær
og komu svo með litla spriklandi lunda-
unga í lófanum.
i-Ji
154 VORIÐ