Vorið - 01.12.1967, Page 18

Vorið - 01.12.1967, Page 18
KVÖLDSTJARNAN — ÆVINTYRI Lítil stúlka með skólatösku á baki var á heimleið úr skólanum. Það var orðið dimmt, en heiðskírt og stjörnubjart. Hún sá ljósin glampa uppi í bænum og hvítar Súlurnar gnæfa á bak við. Henni var litið á bjartan stj örnuhimin- inn og dáðist að tign hans og fegurð. Oft hafði hún virt fyrir sér stjörnu- himininn og brotið heilann um, hvað stjörnurnar væru og hvernig væri um- horfs þar. Allt í einu kom Anna Stína auga á skæra stjörnu á vesturloftinu. Hún var skærari en allar hinar og vakti sérstaka athygli hennar. Hún starði á hana á heimleiðinni. Þegar hún kom heim, spurði hún mömmu sína, hvað þessi skæra stjarna héti. — Hún heitir Venus, svaraði móðir hennar. — Hún er líka kölluð kvöld- stjarnan. — Sézt hún þá aðeins á kvöldin? — Hún sézt alla nóttina og fram á morgun. En hún kemur upp á undan öðrum stjörnum á kvöldin. — Búa menn þar? spurði Anna Stína. — Það vitum við ekki, góða mín, svaraði móðir hennar. — En mér þykir sennilegt, að þar sé eittlivert líf eins og á jörðinni. — Það væi gaman að koma þangað og leika sér við börnin þar, hugsaði Anna Stína. Hún hugsaði mikið um Venus þetta kvöld. Skyldi fólk vera þar? Hvernig skyldu börnin leika sér þar? Skyldu þau ganga í skóla? Þetta og margt fleira leitaði í bug hennar þetta stjörnubjarta kvöld. Þegar Anna Stína hafði lært í náms- bókunum sínum, leit hún enn einu sinni út um gluggann á kvöldstjörnuna. 160 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.