Vorið - 01.12.1967, Síða 22
vitund hræddur við' þau, enda voru þau
svo falleg og góðleg á svipinn.
Hann leit upp á kofavegginn og þar
sat Blær litli á hlóminu sínu og brosti
til hans og veifaði, glaður og ánægður.
Fyrst þið eruð vinir hans Blæs litla,
þá hljótið þið að vera góðir álfar. —
En segið mér hvaða erindi eigið þið við
mig. Og nú leit Rúnar spyrjandi á syst-
kinin.
— Við ætlum að h jóða þér heim með
okkur, það er svo stutt og blómálfarnir
gæta bús ykkar bræðra á meðan, svo að
þú þarft ekkert að óttast, sagði Askur
og hló lítillega.
— Það er sunnudagur í dag, svaraði
Rúnar, svo að við bræður eigum frí og
ef ég verð ekki það lengi, að pabbi og
mamma vera farin að undrast um mig,
þá er það allt í lagi með að koma.
— Þú þarft ekkert að óttast um það,
sagði nú Askur. — Við sjáum um að
koma nógu snemma til baka. Komdu
bara, — og Askuv rétti Rúnari hönd
sína.
—• Já, komdu, sagði Ögn einnig og
tók í hina hönd Rúnars, sem reis nú jpp
og fannst hann dálítið lítill milli þessara
systkina, sem voru bæði stærri og eldri
en hann.
— En glerið mitt góða, sagði Rúnar.
— Ég sé það hvergi.
— Þú þarft þess ekki lengur, því að
nú sérð þú án þess og auk þess' var þetta
dvergasmíði, sem nii er horfið og ófinn-
anlegt, sagði Askur. — En nú skulum
við koma og syngja sólskinssönginn
okkar á leiðinni upp brekkurnar, þá
verðum við fljótari eins og við álfarnir
erum vanir að segja.
Og systkinin tóku lil að syngja en
Rúnar hlustaði á, því að hvorki kunni
hann lagið né Ijóðið.
— Sólin skín, sólin skín,
sveipar fjöllin blá.
Blómin mín, blómin mín
brosa ung og smá.
Vorið hlýtt, vorið hlýtt
vekur allt á ný.
Sigla þýtt, sigla þýtt
silfurlituð ský.
Ljósblá á liðast frá
létt um grænan dal.
Una smá unglömb þá
inni’ í fjallasal.
Syngur ló, söng í mó,
syngur lind í hlíð.
Birta nóg, bros og ró,
blíð er vorsins tíð.
Álfaþjóð, elskar Ijóð,
elskar vor og sól.
Geislaflóð græna slóð
gyllir, laut og hól.
Syngjum dátt, syngjum dátt,
senn er gengin leið.
Loftið hátt, ljóst og blátt,
lýsir álfaskeið.
Það stóð á endum að söngnum var
lokið, er börnin komu að klettaborg-
inni.
Nú var þetta ekki lengur grátt grjót í
augum Rúnars, heldur glæst og háreist
hús með stórum gluggum og vandaðri
koparhurð fyrir dyrum.
— Þá erum við komin heim, sagði
Ogn og lók i hurðarhúninn, sem var
gylltur og alls ólíkur .þeim, sem Rúnar
hafði séð! Eramh.
164 VORIÐ