Vorið - 01.12.1967, Qupperneq 24
Vi3 Gefjunargosbrunninn.
Gullfaxa FJugféJags íslauds. Ég kvaddi
þau öll og gekk út í nýju flugvélina. Ég
settist við glugga og innan skamms fór
þotan með ofsahraða eftir flugbrautinni
og var komin upp fyrir öll ský eftir
nokkrar mínútur. Síðan var borinn
fram mjög góður morgunverður og það
kom sér vel, því að ég hafði verið i
ferðahug og borðað lítið áður en ég fór
um morguninn.
Nú flugum við í eina klukkustund og
fimmtíu mínútur. Var mér sagt, að vél-
in ætti að lenda í Glasgow eftir stuLta
stund. Þegar þangað kom, ók þotan að
stórri byggingu. Litlu síðar gengum við
út úr flugvélinni á afarstórri flugstöð.
Þá var ég korninn til útlanda og sá í
fyrsta sinn yfir mikla stórborg, sem er
ólík Reykjavík.
Þarna vorum við í hálfan tíma. Þá var
lagt af stað til Kaupmannahafnar. Aftur
báru flugfreyjumar okkur góðan mat.
Okkur Mæju þótti gaman að sjá Skot-
land, og eftir litla stund flugum við inn
yfir Danmörku.
Við vorum komin til Kaupmanna-
liafnar kl. 1 síðd. Við gengum fram í
stjórnklefa þotunnar og sáum alla takka
og mæla, sem henni er stjórnað með.
Síðan gengum við inn í flugstöðina á
Kastrupílugvellinum, einn langan gang.
Þar var margt fólk að koma og fara.
Þar hiltum við Hinrik Bjarnason, sem
hefur barnatímana í sjónvarpinu. Hann
var með tvo menn frá danska sjónvarp-
inu. Sveinn og Hinrik töluðu eittlivað
saman meðan við gengum út. Þegar út
var komið, beið okkar bíll. Við fórum
upp í hann og ókum á Hótel Inperíal,
þegar við böfðum fengið þar herbergi,
fórum við út í Tívolí.
í TIVOLÍ
Tívolí er stór og fallegur skemmti-
166 VORIÐ