Vorið - 01.12.1967, Page 31

Vorið - 01.12.1967, Page 31
JÓLIN HANS AXELS Rjallan hringdi og börnin flykktust út ur síðustu kennslustundinni. Þau voru glöð og ánægð, hlógu og mösuðu hvert i kapp við annað, svo sem títt er börn- um, sem eru að koma úr síðustu kennslu- stund fyrir jólaleyfi. En á ganginum fyr- ir framan dyr einnar kennslustofunnar stóð á að gizka 11 ára gamall dengur, uieð hendurnar í buxnavösunum og þrjóskulegur á svip. Hann hafði orðið að sitja eftir sök- um þess hve hátt hann hafði æpt í tím- anum, þegar einn drengurinn stakk hann nieð títuprjóni. Kennarinn hafði rekið hann fram á gang og sagt honum að bíða þar unz tunanum lyki. Þegar hávaðinn af hlátri °g skvaldri síðustu barnanna dó út, kom Kennarinn fram í dyrnar. — Jæja, Axel litli, komdu snöggvast inn fyrir, ég þarf að tala svolítið við b'g- — Já, kennari. Axel beit á jaxlinn. Það var sama hve 'nikið hann yrði skammaður, hann skyldi ekki ljóstra því upp, að hann hefði verið stunginn. Ekki vegna þess hann óttaðist strákinn, sem hafði stungið hann, heldur var ástæðan sú, a<i honum fannst það í hæsta máta skammarlegt að klaga félaga sína. Kenn- a'nn lokaði dyrunum hægt á eftir hon- Um. —■ Jæja, karlinn, þú lætur þig bara hafa það að öskra upp í miðjum tíma. Hvað í ósköpunum á jretta eiginlega að ])ýða? Þögn. — Nú ertu svo mállaus í þokkabót? Þögn. — Jæja. Axel heyrði greinilega á röddinni að hann var nú orðinn reiður. — Jæja þá, fyrst þú endilega villt þá skaltu skrifa 20 sinnum á töfluna „ég má ekki æpa í kennslustund“, og þú færð ekki að fara heim fyrr en því er lokið. Að svo mæltu gekk hann út, skellti á eftir sér og skildi vesalings Axel eftir til að afplána refsinguna. Daginn eftir var f'orláksmessa. Þá sendi móðir Axels hann út í búð til að kaupa ýmislegt, sem hana vantaði fyrir jólin. Axel fór í búðina og fékk það. sem hann átti að kaupa. En er hann var að ganga fyrir horn. sá hann hvar lítil telpa, um það bil tveggja til liriggja ára gömul hljóp út á götuna í veg fvrir bíl. sem kom á geysihraða. Hún var kornin út á miðja götu. þegar hún loksins ók eftir bílnum. Þá staðnæmdist hún og fór að gráta af hræðslu. Eins og örskot þaut Axel út á götuna og kippti telpunni til hliðar rétt áður en bíllinn ók yfir staðinn. Það ískraði í hemlunum og bíllinn dró hjólin spottakorn enn unz hanii nam staðar. Bílstjórinn snaraðist út og svitadroparnir stóðu á enni hans. VORIÐ 173

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.