Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 33

Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 33
til sýnis, hafSi hann næstum gengið á telpu, sem stóð og var að skoða spilið. — Fyrirgefðu, sagði hann kurteislega og sá í sömu mynd að þetta var bekkj- arsystir hans, einmitt dóttir kennarans, sem hafði skammað hann daginn áður. — Sæll! sagði hún. — Sæl! anzaði hann dauflega, og ætlaði að halda áfram, en hún stöðvaði hann. — Sjáðu fótboltaspilið þarna, finnst þér það ekki sniðugt? — Heldurðu að þú fáir það i jóla- gjöf? Ég vildi að ég væri strákur, þá fengi ég kannski fótboltaspil í jólagjöf, botnaði bún loks spekingslega. — Jæja. — Heyrðu því ertu svona fúll á svip- inn. Skammaði pabbi þig mikið í gær? spurði hún áhyggjufull. — O-nei, ekkert voðalega. ■— En þú varst nú samt saklaus, var það ekki? Hún sagði þelta af sannfær- ingarkrafti. — Varstu kannski klipinn? — Nei, ég var stunginn með títu- prjóni, svaraði hann brosandi, en það rnátlu ekki segja pabba þínum. — Jú, það máttu reiða þig á að ég geri, sagði hún, en af hverju í ósköpun- um ertu svona súr á svipinn? Þú ert ekki vanur að vera í fýlu. Axel svaraði því engu fyrst í stað, en hún bað bann aftur og aftur þar til bann iét ti] Jeiðast að segja henni up|) alla sÖgu. Er sögunni var lokið, horfði hún á hann með aðdáun. — Eg er hreykin af því, að þú skulir vera í mínum bekk, hrópaði hún upp, og ég er viss um að allur bekkurinn verður hreykinn af þér. Að svo mæltu hljóp hún heim á leið og tvær ljósar fléttur dingluðu niður á bakið. Á aðfangadagskvöld kom gestur heim til Axels. Það var kennarinn. Undir hendinni bar hann pakka, sem hann fékk Axel og sagði, að væri jólagjöf frá sér. Auk þess baðst bann afsökunar á því að hafa gert honum rangt til síðasta skóla- daginn. Axel veitti þá fyrirgefningu fúslega. En gleði hans þegar liann komst að því hvað í pakkanum var, verður ekki með orðum lýst. í pakkanum var semsé fótboltaspilið, sem hann hafði svo lengi óskað að eignast. Hann rauk upp um hálsinn á kenn- aranum og kyssti hann á báðar kinnar. — O-o, þú þarft nú ekki að þakka mér þetta, drengur minn, sagði hann hlæj- andi. — Þér væri miklu nær að þakka lienni dóttur minni, því að án hennar milligöngu værum við sennilega ósáttir enn. Annars bað hún mig að skila kveðju og spyrja hvort hún mætti koma á morgun og spila þetta við þig. — Já-já, hrópaði Axel, — þó væri strax í kvöld. — O-jamm, ég held nú samt, að þið vcrðið að bíða þangað lil á morgun, sagði kennarinn og kímdi. Ólafur fíjalti. VORIÐ 175

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.