Vorið - 01.12.1967, Síða 34

Vorið - 01.12.1967, Síða 34
NYI LEIKVANGURINN EFTIR SVERRE BY, SKÓLASTJÓRA FRAMHALDSSAGA 8. lcafli. Áki hafði búist við, að Anna frænka og LúSvík mundu verSa ánægS yfir aS fá peningana aftur. En þaS var öSru nær. ÞaS dýpkuSu hrukkurnar á enni Lúðvíks eins og, þegar eitthvað bilar í rafstöðinni. Anna verður þögul og klemmir saman varirnar um leið og hún segir: — Hún getur verið rausnarleg, þegar hún vill hún Gurina. — Henni fannst það þægilegra fyrir okkur að fá þetta í einu lagi, þegar við færum að greiða það aftur, segir Áki af- sakandi. Greiða það aftur? hreytir LúSvík út úr sér. — Ekki ætluðum við að krefjast endurgreiðslu á þessum peningum. — Hún gjörði þetta vegna pabba, mælti Áki. Þá koma þau nær og stara á hann, eins og þau haldi, að hann sé að gera gabb að þeim. En Áki fæst ekkert um það. — ViS megum ekki gleyma honum, sagði hún. Og hún sagði einnig, að við mættum ekki gleyma mömmu. Og hann lítur á myndirnar af þeim á veggnum. Anna og LúSvík horfa hvort á annað eins og þeim hafi komið eitlhvað nýtt í hug. En Áki hefur meira að segja um ömmu sína. Það er aðeins dálítiS erfitt að segja það beint við frænda og frænku. — Og svo sagði hún, að hún væri skárri en sumir héldu. En þegar þau fara að brosa og ætla að segja eitthvaS, þá flýtir hann sér að bæta við: — En við í Stíflu álítum. ÞaS er undarlegt hvað þau komast öll í gott skap að síSustu. Þau telja pen- ingana með Áka, og þau eru alveg eins eftirvæntingarfull og hann, þegar þau horfa á eftir honum á leið til Mikael á Mói með nokkra félaga sína með sér. Það berst fljótt út, að Áki hafði mikla peninga til að greiða meS skuldina fyrir leikvanginn. Nú vildu félagar hans fara með honum og fylgj ast með uppgj örinu. Á leikvanginum stóð hálfbyggt hús, sem þeir höfðu hætt við, en einn lítill fáni stóð upp úr þakinu. Hjördís sagð- ist hafa klifraS með það þangaS upp, þegar hún frótti um peningana. UppgjöriS gekk ágætlega. Áki og Sig- ríður fóru inn, en hin biðu úti á meSan. Að vísu rak Mikael fyrst upp stór augu, stóð á fætur og vildi helzt reka þau út. En þegar hann sá, að þau höfSu samn- inginn, settist hann aítur. Áki gaf sér góðan tíma, þreifaði lengi á hverjum seðli, áður en hann sleppti peningunum. Mikael varð smám saman vingjarnlegri- Þó minntist hann á sýslumanninn og 176 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.