Vorið - 01.12.1967, Síða 35
spurði hvort ekki væri bezl fyrir alla,
að hann fengi lóðina, fyrst hann lang-
aði til þess.
— Eg gæti kannski útvegað ykkur
annan blett, sagði hann.
Því neitaði Aki rnjög ákveðið, svo að
hann minntist ekki á það aftur. Og hann
lét sig alveg, þegar hann sá alla ungl-
ingana úti.
— Jæja, þið komið með heilan her-
flokk, svo að mér er víst bezt að láta
undan.
Hann brosti um leið og hann sagði
þetta. Að síðustu rétti hann þeim liend-
ina.
— Þið fáið góðan leikvöll, sagði
hann. — Takið föður þinn til fyrir-
niyndar og standið ykkur vel. Annars
sé ég eftir blettinum handa ykkur.
Svo sagði hann þeim að Ijúka húsinu
og fara vel með það.
— Og hreinsið svo leikvanginn. ■—
Og lærið að stjórna ykkur sjálfum,
bætti hann við.
Hann talaði í sig hita og stóð kyrr
eins og hann vildi segja eitthvað meira.
En þau vildu komast út. Og þegar Áki
var rétt kominn út fyrir dyrnar, komu
félagar hans, lyftu honum upp og báru
bann á milli sín út á leikvanginn.
Þetta kvöld var líf og fjör hjá unga
fólkinu. Loks hafði það eignasl íþrótta-
völlinn. Það var gaman, að það gat
hagað störfum þar eftir eigin vild.
•— Húrra! Minnstu krakkarnir ólm-
ast um völlinn, detta og rísa upp aflur.
beir sem stærri eru skilja að hér á að
verða knattspyrnuvöllur og slíta upp
tætur og þúfur svo að rykið rýkur í
kringum þá. En frá skálanum berst mik-
ill hávaði. Stóru krakkarnir sveifla
hömrum og saga með sög. Sjáið hann
Áka í Stíflu! Stendur hann ekki þarna
eins og hann sé alveg heilfættur og vinn-
ur við einn vegginn.
— Jú, þetta verður fljótt hús, segja
þau.
Þau sjá ekki, að bræðurnij- úr Innsta-
dal koma neðan stíginn. Þeir hafa ekki
látið sjá sig síðan þeir fóru í fússi. Nú
stefna þeir beint að húsinu, stinga hönd-
unum í vasann, líta hvor til annars og
spýta langt.
Þeir sem vinna að byggingunni vita,
að þeir muni eiga eitthvert erindi. —
Bræðurnir bíða eins og þeir búist við,
að þeim verði boðið að verða með og
einhver bjóði þá velkomna.
— Hefur Kolbeinn gleymt, hve vond-
ur hann var við Áka? Eða heldur hann,
að við höfum gleymt því, hugsa þeir.
— Halda þessir þrjótar, að við höfum
gleymt, hve mikil vandræði þeir komu
okkur í á undan knattspyrnukeppninni
við þá á völlum? — Þeir ættu að
skammast sín.
Nei, þeir Kolbeinn og Haraldur skulu
fá að vita, að við gleymum ekki svona
fljótt. Og þeir, sem reka nagla strengja
á munnvikjunum. Það þýðir ekki fyrir
þá að koma skríðandi í kvöld, því að
þetta kvöld er helgað Áka, og svo ....
Það er aðeins Áki sjálfur, sem hugsar
öðruvísi. Allt í einu lítur hann til þeirra
og lyftir hamrinum hærra en hann er
vanur.
— Halló! Hann ýtir við Hjördísi með
hamrinum og fær hana til að hlæja,
svo að sést í hvítar tennurnar, fær hana
til að hlæja innilega svo að lokkarnir
VORIÐ 177