Vorið - 01.12.1967, Qupperneq 37
er aS hælta. Hún hefur ekki fylgsl með,
hvað aðhafst var inni í húsinu, og þegar
svartur reykur kemur framan í hana,
skilur hún ekkert í því. —■ Skyldi vera
kviknað í húsinu?
Aki sér hana þegar hún slekkur nið-
ur. Hún er skammt frá honum. Hún er
hrædd. Þau eru svo hrædd, að hún
faðmar hann að sér óttaslegin.
Enþ egar Hjördís skilur, að reykurinn
kemur frá reykháfnum, þá fer hún að
hlæja. Hún hlær og hlær meðan liún
stendur þarna hjá honum.
En Aki hlær ekki. Hann hefur aldrei
fyrr komið svona nálægt nokkurri
stúlku, og hann er undrandi og alvar-
legur. Það er eins og hann sjái Hjördísi
• fyrsta sinn. Það er eins og hann hafi
faðmað að sér allt þetta hátíðlega
kvöld. Það er svo margt, sem liann lang-
ar til að segja henni. — Hann vill þakka
henni fyrir í nafni félagsins og segja,
að hún sé duglegust af þeim öllum. Svo
er hún skemmtilegust, þegar hún hlær
°g skín í hvítar tennurnar.
— Hjördís, segir hann. En þelta segir
hann svo lágl og vandræðalega, að hann
þagnar.
Hjördís verður líka alvarleg. Hún líl-
ur til hans og roðnar. Það er eins og hún
sjái það nú fyrst, að þetta er Áki. Svo
hnykkir hún til höfðinu og hlær aftur.
— Komdu, við skulum koma inn lil
þeirra hinna, segir hún og tekur undir
handlegginn á Áka og leiðir hann inn
ganginn.
Inni fyrir mætir þeim sjón, svo að
þau gleyma öllu öðru. Félagar þeirra
sitja í hring á gólfinu með kaffibolla
fyrir framan sig og í miðju er stafli af
vínarhrauðum á nokkrum plankaendum.
Á ryðguðu eldavélinni sýður í katlin-
um.
Sigríður og Sveinn hlaupa um og eru
rjóð í kinnum. Sveinn bíður þeim Áka
og Hjördísi sæti í hringnum. Hann hið-
ur þau að vera glöð og njóta veiting-
anna. Gestgjafarnir eru glaðir og við-
kunnanlegir, — en út undir sig. Þessa
veizlu höfðu þau útbúið án þess að
neinn vissi. Enginn hafði vitað neitt,
fyrr en kaffikannan stóð á ofninum og
vínarbrauðið var á gólfinu.
—7 Svona viljum við liafa það núna,
segja þau. — Stólar, borð og dúkar
mega bíða þar til á vígsluhátíðinni.
Svo verður Sveinn hátíðlegur, því að
það þarf að segja dálílið meira í kvöld.
— Við verðum að gera eitthvað, því
að Áki hefur gert svo mikið fyrir okk-
ur. —- Gefum Áka ferfalt húrra!
Hann lyftir upp hendinni og byrjar
um leið. Allir standa upp. Enginn vill
láta sig vanta, því að þeim finnst Áki
eiga skilið að fá níu til tíu húrra. Það er
ekki daglega, að nokkur fær slíka hyll-
ingu.
Framh. E. Sig. jiýildi.
VORIÐ 179