Vorið - 01.12.1967, Síða 42

Vorið - 01.12.1967, Síða 42
SKULDUGI ÞJÓNNINN EFTIR DORO BJELLAND Leíkendur: Konungurinn — Jónatan þjónn — Miriam — Aron — 1. þjón- ustustúlka — 2. þjónustustálka. 1 hásœtissalnum. — 1. atriði: KONUNGURINN: Þjónn, færið mér lista yfir þá, sem skulda mér fé. ÞJÓNNINN: Já, herra. Það skal gjört. (Sækir skuldalistann og fær konung- inum með djúpri hneigingu.) KONUNGURINN (les): Hvað er þetta Jónatan, þjónn minn skuldar mér 40 milljónir króna? Látið hann koma liingað inn. ÞJÓNNINN: Já, herra. Það skal gjört. (Fer út og kemur skömmu síðar inn með Jónatan, sem fleygir sér á góifið fyrir framan hásæti konungsins). JÓNATAN: Hvers óskar herra minn, konungurinn? KONUNGURINN: Þú skuldar mér 40 milljónir króna. Greiddu skuld þína. JÓNATAN: Ég á enga peninga til að greiða hana með. KONUNGURINN: Ef þú greiðir ekki skuld þína, mun ég selja bæði þig, konu þína, börn ykkar og allt það, sem þú átt til þess að fá skuld þína greidda. JÓNATAN (kveinkar sér og barmar): Herra konunugur, sýndu mér misk- unn. Hafið hiðlund með mér. Eg lofa að greiða þér alla skuldina. KONUNGURINN: Stattu upp, þjónn minn. Vegna þess að þú iðrast, skal ég gefa þér upp alla skuldina. Gakk burt og skuldaðu ekki framar. JÓNATAN: Herra konungur! Ég íæri þér þúsund þakkir! Hjarta þitt er gott. Guð blessi þig! Að svo mæltu hneigir hann sig djúpt og gengur út. Fyrir u-tan hús Jónatans. — 2. atriði '- JÓNATAN: Miriam! Ég hef gleðifréttir að færa þér. Konungurinn okkar hefur þurrkað út allt, sem við skuldum hon- um. Nú skuldum við engum neitt! MARIAM (glöð): Guð veri lofaður! Nú þurfum við ekki lengur að óttast að við missum heimili okkar. JÓNATAN: Er það ekki dásamlegt, vina mín? En bíddu nú við. Þarna er hann Aron, sem skuldar mér 70 krom ur. Hann skal sannarlega verða að greiða þær. (Hann gengur til AronS og tekur fyrir kverkar honum). JÓNATAN: Greddu það, sem þú skuld- ar mér! ARON (fellur á kné): Hafðu biðlund, kæri félagi. Ég skal greiða það allt, þegar ég get. JÓNATAN: Ég hef sýnt þér þolinmæði nógu lengi. En ef þú getur ekki greid skuld þína nú, verður þú að fara 1 fangelsi. Komdu með mér! 184 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.