Vorið - 01.12.1967, Qupperneq 43

Vorið - 01.12.1967, Qupperneq 43
(Hann dregur Aron með sér af stað, kveinandi og biðjandi um vægð.) 3. atriði. (Ambáttin, kona Arons, grætur hljóð- lega og þjónarnir kenna í brjósti um hana.) KONUNGURINN: Hvers vegna berið þið öll slíkan hryggðarsvip? 1. ÞJÓNUSTUSTÚLKA: Æ, herra konungur. Þjóni þínum, Aroni, hefur verið varpað í skuldafangelsi. KONUNGURINN: Hvað heyri ég? Hefur mínurn ágæta þjóni, Aroni, verið varpað í fangelsi? Hvernig stendur á því? 2. ÞJÓNUSTUSTÚLKA: Þjónn þinn, Jónatan, hefur látið varpa honum í fangelsi vegna þess, að hann gat ekki greitt honum það, sem hann skuldaði honum. KONUNGURINN: Færið Jónatan hing- að til mín. ÞJÓNNINN: Það skal gjört, herra. (Þjónninn og Jónatan koma að vörmu spori. Jónatan fleygir sér á kné fyrir framan konunginn). JÓNATAN: Hvers óskar herra minn, konungurinn? KONUNGURINN (stendur upp reið- ur): Þú illi þjónn. Eg gaf þér upp alla skuld þína vegna þess, að þú baðst mig þess. Hefðir þú ekki átt að sýna Aroni sama drengskap, sem ég sýndi þér. Nú ætla ég að refsa þér með því að setja þig í fangelsi. Þar skalt þú vera þangað til þú hefur greitt mér alla skuldina. Þjónninn tekur nú Jónatan grátandi og kveinandi og dregur hann með sér út. Þýtt úr norskw. — H. J. M. VORIÐ 185

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.