Vorið - 01.12.1967, Side 45

Vorið - 01.12.1967, Side 45
THORGEIR BUE og WILHELM AAREK: HVERNIG VELUR ÞÚ? Eiríkur Sigurðsson þýddi og staðfærði. — Bjarni Jónsson teiknaði myndir. Framhald. MARTEINN: En af hverju kemur það. að maður, sem drukkið hefur lítið, er kátur og fjörugur? KENNARINN: ÞaS er einmitt í sam- bandi viS sjálfsstjórnina, sein við ræddum um. Þegar fíngerðuslu frum- urnar i heilaherkinum lamast, hefur það venjulega þau áhrif, að mannin- um finnst hann vera sprækur og fær í allt. En í raun og veru er þetta sjálfs- blekking. MaSurinn hugsar ekki skýrt í þessu ástandi né getur leyst af hendi þau verk, sem athygli og nákvænmi þarf við. ÓLAFUR: Rílstjóri, sem hefur drukkið lítið, er auðvitað ekki eins hættuleg- ur og bílstjóri, sem hefur drukkið mikið? KENNARINN: Þessari spurningu var einu sinni beint til læknis. Idvernig heldurðu, að hann hafi svarað? „Sá, sem hefur drukkið lítið, er hættulegri við stýrið en sá, sem er mikið drukk- EVA: Það var undarlegt. Hvernig getur það verið? KENNARINN: Jú, það kemur í ljós, að flest þau bifreiðaslys, sem stafa af á- fengisnautn, verða af völdum bíl- stjóra, sem lítið hafa drukkið. En sá, sem er mikið drukkinn, er venjulega hindraður í því að setjast undir stýri. En það ber ekki alltaf mikið á því, þegar menn hafa aðeins bragðað á- fengi. Sjálfur er bílstjórinn öruggur um að geta ekið bílnum. En hann of- metur sjálfan sig, skynjar hraða bíls- ins ekki rétt, teflir á tæpasta vaðið, sem hann hefði annars ekki gerl, — og svo verður slys. ASLAUG: Er þetta ástæðan til þess, að bílstjóri má ekki neyta áfengis? KENNARINN: Já, og það gildir um alla þá, sem stjórna samgöngutækj- um, t. d. strætisvagnastjóra og skip- stjóra. Þeir mega ek'ki bragða áfengi nokkrum stundum áður en þeir koma að slarfi sínu. VORIÐ 187

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.