Vorið - 01.12.1967, Page 46

Vorið - 01.12.1967, Page 46
EVA: Ég hef lesið urn skip, sem strand- aði, af því að stýrimaðurinn var drukkinn. MARTEINN: Flugmenn hafa auðvitað ekki heldur leyfi til að neyta áfengis? KENNARINN: Nei, ]>að mega þeir ekki. Flugmaður verður að hafa skýra hugs- un til þess að geta gætt allra hinna nákvæmu tækja í flugvélinni. ÓLAFUR: Ég sá einu sinni lögregluna taka mann, sem hafði ekið bíl. Það var brennivínsþefur af honum, og þeir sögðu að lögreglan ællaði að láta gera á honum blóðrannsókn. MARTEINN: Já, hvað er annars blóð- rannsókn? KENNARINN: Þið vitið, að áfengið fer í blóðið og flyzl með því um allan líkamann. Ef bílstjóri er grunaður um að hafa neytt áfengis, stendur í lögun- um, að læknir geti gert á honum blóð- rannsókn. Læknirinn tekur úr honum ofurlítið blóð og rannsakar það. — Maður, sem er mikið drukkinn, getur haft tvo eða þrjá af þúsundi (%<?) af áfengi í blóðinu. Það er, að í hverj- um lítra blóðs eru tvö til þrjú grömm af áfengi. MARTEINN: Eru takmörkin 0,5 af þús- undi fyrir bílstjóra? KENNARINN: Jú, það varðar við log að aka farartæki, ef maðurinn hefur 0.5 af þúsundi eða meira í blóðinu. ÁSLAUG: Verða menn varir við, að sá, sem hefur þetla áfengismagn í blóð- inu, sé reikull í gangi eða heyrist a mæli hans? KENNARINN: Nei, það verða menn ekki varir við. En þó er hann ekki fær um að aka bíl, og það er hætlulegt, að hann fari út í umferðina. Þess vegna eru í lögunum viðurlög við því að aka farartækjum undir áhrifum áfeng- is. EVA: Hve mikið áfengismagn í blóð- inu hefur maður, sem er mikið drukk- inn? KENNARINN: Verði áfengismagnið yfir fjóra af þúsundi (4%c), er það lífshættulegt. Það kemur fyrir, að fólk drekkur sig í hel. Þá liefur áfengis- eitrið lamað taugastöðvarnar, sem stjórna andardrættinum, svo að inað- urinn kafnar. ÓLAFUR: Stafa öll bílsys af áfengis- nautn? 188 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.