Vorið - 01.12.1967, Side 48
HVAÐ GERIST Á EINUM DEGI í NOREGI?
65 hjónavígslur.
173 börn fæðast.
101 deyr.
99.000 ferðasf með jórnbrautarlesf-
um.
20 lenda í umferðarslysum.
1 deyr í umferðarslysi.
84 blöð koma út.
145 tonn eyðast af blaðapappír.
22.000 bækur eru lónaðar úr bóka-
söfnum.
858.630 bréf eru póstlögð.
13 manns lenda í fangelsi.
21 húsbruni verður.
3.870 tonn af mjólk eru afhent i
rnjólkursamlögin.
4.400 tonn af fiski koma ó land.
15.6 tonn af vindlingum er brennt.
244.000 lítrar af öli eru drukknir.
25.000 litrar af sterkum drykkjum.
12.300 lítrar af léttari vínum.
Fólk, sem drekkur þetta, fremur 87
meiri og minni afbrot.
Hvernig skyldi þessi listi líta út hér
ó landi?
GAMLIR LEIKIR
AÐ JÁRNA RIMBU.
Hér er lýsing á gömlum leik, sem mörgum
þótti erfiður og þurfti talsverða æfingu til
þess að geta leikið hann.
Reipi er strengt ó milli tveggja stólpa og
á að vera dólítið bil undir það. Rimbujórn-
arinn tekur prik í hönd sér, sezt ó reipið
langsetis og krossleggur fæturna upp ó því.
Fyrst hefur hann prikið í hægri hendi, slær
því upp í vinstri ilina og segir um leið:
„Geng ég í haga." Því næst slær hann annað
högg og segir: „Tek ég meri mína". Við
þriðja höggið segir hann: „Teymi ég hana í
hlaðið," en „Tólga ég hófinn" við fjórða
höggið. Síðan segir hann: „Rek ég einn
nagia" o. s. frv. upp að tuttugu og fjórum
og slær eitt högg við hvern nagla. Ekki er
allt búið enn. Rimbujórnarinn heldur ófram
og segir: „Legg ég á hnakinn", og um leið
tekur hann prikið úr hægri hendi með hinni
vinstri og YFIR reipið og hné sér. Að því
búnu bregður hann prikinu UNDIR reipið,
grípur það aftur með hægri hendi og segir
um leið: „Spenni ég gjörðina". Seinast segir
hann: „Spenni ég reiðann", og bregður jafn-
framt prikinu aftur fyrir sig með hægri
hendinni og grípur það með þeirri vinstri. -
Ef þetta gengur allt slysalaust, þá hefur
hann unnið þrautina, en velti hann út af
reipinu, ofan á gólf, áður en hann hefur
spennt reiðann, þá er rimbutruntan ójárnuð
eftir sem áður. Þess verður að geta, að
rimbujárnarinn má stinga prikinu í gólfið sér
til stuðnings svo oft sem hann vill, en aldrei
má hann taka fæturna af reipinu, og þvi
síður rétta úr þeim.
Fleiri frásagnir eru af þessum leik, og er
hann á sumum stöðum kallaður að járna
pertu I staðinn fyrir rimbu.
190 VORIÐ